Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

59. fundur 18. mars 2010 kl. 12:30 - 14:00 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Uppbyggingu á aðstöðu fyrir ferðamenn þar sem þeir geta nálgast upplýsingar um náttúru Skagafjarðar

Málsnúmer 1003235Vakta málsnúmer

Þorsteinn Sæmundsson forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra kom til fundarins og ræddi hugmyndir sem snúa að miðlun upplýsinga til ferðamanna um náttúru Skagafjarðar.

2.Miðlun upplýsinga til gesta á Landsmóti Hestamanna 2010

Málsnúmer 1003076Vakta málsnúmer

Guðrún Brynleifsdóttir starfsmaður á Markaðs- og þróunarsviði kynnti hugmyndir um upplýsingamiðlun til gesta á Landsmóti hestamanna sem haldið verður á Vindheimamelum næsta sumar.

Guðrúnu falið að vinna áfram að málinu.

3.Ensk útgáfa vefsins www.visitskagafjordur.is

Málsnúmer 1002226Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri lagði fram minnisblað um uppsetningu á ferðavef sveitarfélagsins visitskagafjordur.is á enskri tungu. Áætlaður kostnaður við verkefnið er kr. 300.000.

Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu, vefurinn verði opnaður í maí.

4.Tjaldstæði í Varmahlíð og á Sauðárkróki - rekstur 2010

Málsnúmer 0909122Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningum við Sigurð Skagfjörð um rekstur tjaldstæðisins í Varmahlíð sumarið 2010 og við Skeljung hf. um rekstur tjaldstæðisins á Sauðárkróki sumarið 2010.

Nefndin samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur sviðsstjóra að ganga frá samningum.

5.Ferðaþjónusta - ráðgjöf

Málsnúmer 1003019Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Kjartani Lárussyni og Steini Lárussyni þar sem þeir bjóða ráðgjöf í ferðaþjónustu.

6.Nýsköpunarsjóður námsmanna - styrkumsókn

Málsnúmer 1003015Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Nýsköpunarsjóði námsmanna þar sem sjóðurinn óskar eftir styrk frá sveitarfélaginu.

Nefndin hafnar erindinu.

7.Samstarf á sviði þekkingarstarfsemi - Sveitarfélagið Hornafjörður

Málsnúmer 1003075Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að viljayfirlýsingu sem undirrituð verður í dag milli forsvarsmanna Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar um samstarf á sviði uppbyggingar á þekkingarstarfsemi.

8.Ályktun um millilandaflug til Akureyrar

Málsnúmer 1003144Vakta málsnúmer

Lögð fram ályktun frá aðalfundi Félags félags ferðaþjónustunnar um millilandaflug. Í henni segir m.a.:

Aðalfundur Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði haldinn 10. mars 2010 skorar á Sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar og hreppsnefnd Akrahrepps að fylgjast vel með og taka virkan þátt í umræðum og aðgerðum er varða millilandaflug til Akureyrar.

Páll Dagbjartsson og Sigurlaug Konráðsdóttir óska bókað: Við tökum undir það sjónarmið sem fram kemur í ályktun Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði að beint millilandaflug til Akureyrar er mjög stórt hagsmunamál fyrir alla ferðaþjónustu á Norðurlandi.

9.Ábendingar um úrbætur í ferðamálum í Skagafirði

Málsnúmer 1003143Vakta málsnúmer

Lagðar fram ábendingar frá Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði um ýmis mál sem tengjast ferðaþjónustu s.s. snyrtingar við Glaumbæ, reiðleiðir í Skagafjarðarhéraði, Sögusetur íslenska hestsins, göngukort, upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn á Sauðárkróki, Minjahúsið á Sauðárkróki, merkingar fyrir ferðamenn og úrbætur í umhverfismál í Skagafirði.

Fundi slitið - kl. 14:00.