Atvinnu- og ferðamálanefnd
1.Uppbyggingu á aðstöðu fyrir ferðamenn þar sem þeir geta nálgast upplýsingar um náttúru Skagafjarðar
Málsnúmer 1003235Vakta málsnúmer
2.Miðlun upplýsinga til gesta á Landsmóti Hestamanna 2010
Málsnúmer 1003076Vakta málsnúmer
Guðrún Brynleifsdóttir starfsmaður á Markaðs- og þróunarsviði kynnti hugmyndir um upplýsingamiðlun til gesta á Landsmóti hestamanna sem haldið verður á Vindheimamelum næsta sumar.
Guðrúnu falið að vinna áfram að málinu.
3.Ensk útgáfa vefsins www.visitskagafjordur.is
Málsnúmer 1002226Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri lagði fram minnisblað um uppsetningu á ferðavef sveitarfélagsins visitskagafjordur.is á enskri tungu. Áætlaður kostnaður við verkefnið er kr. 300.000.
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu, vefurinn verði opnaður í maí.
4.Tjaldstæði í Varmahlíð og á Sauðárkróki - rekstur 2010
Málsnúmer 0909122Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að samningum við Sigurð Skagfjörð um rekstur tjaldstæðisins í Varmahlíð sumarið 2010 og við Skeljung hf. um rekstur tjaldstæðisins á Sauðárkróki sumarið 2010.
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur sviðsstjóra að ganga frá samningum.
5.Ferðaþjónusta - ráðgjöf
Málsnúmer 1003019Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar erindi frá Kjartani Lárussyni og Steini Lárussyni þar sem þeir bjóða ráðgjöf í ferðaþjónustu.
6.Nýsköpunarsjóður námsmanna - styrkumsókn
Málsnúmer 1003015Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Nýsköpunarsjóði námsmanna þar sem sjóðurinn óskar eftir styrk frá sveitarfélaginu.
Nefndin hafnar erindinu.
7.Samstarf á sviði þekkingarstarfsemi - Sveitarfélagið Hornafjörður
Málsnúmer 1003075Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar drög að viljayfirlýsingu sem undirrituð verður í dag milli forsvarsmanna Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar um samstarf á sviði uppbyggingar á þekkingarstarfsemi.
8.Ályktun um millilandaflug til Akureyrar
Málsnúmer 1003144Vakta málsnúmer
Lögð fram ályktun frá aðalfundi Félags félags ferðaþjónustunnar um millilandaflug. Í henni segir m.a.:
Aðalfundur Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði haldinn 10. mars 2010 skorar á Sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar og hreppsnefnd Akrahrepps að fylgjast vel með og taka virkan þátt í umræðum og aðgerðum er varða millilandaflug til Akureyrar.
Páll Dagbjartsson og Sigurlaug Konráðsdóttir óska bókað: Við tökum undir það sjónarmið sem fram kemur í ályktun Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði að beint millilandaflug til Akureyrar er mjög stórt hagsmunamál fyrir alla ferðaþjónustu á Norðurlandi.
9.Ábendingar um úrbætur í ferðamálum í Skagafirði
Málsnúmer 1003143Vakta málsnúmer
Lagðar fram ábendingar frá Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði um ýmis mál sem tengjast ferðaþjónustu s.s. snyrtingar við Glaumbæ, reiðleiðir í Skagafjarðarhéraði, Sögusetur íslenska hestsins, göngukort, upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn á Sauðárkróki, Minjahúsið á Sauðárkróki, merkingar fyrir ferðamenn og úrbætur í umhverfismál í Skagafirði.
Fundi slitið - kl. 14:00.
Þorsteinn Sæmundsson forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra kom til fundarins og ræddi hugmyndir sem snúa að miðlun upplýsinga til ferðamanna um náttúru Skagafjarðar.