Málefni fatlaðra
Málsnúmer 1003216
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 157. fundur - 23.03.2010
Þann 1. janúar 2011 munu málefni fatlaðra færast frá ríki til sveitarfélaga. Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra hafa í byggðasamlagi annast málefni fatlaðra með þjónustusamningum við ríkið frá 1999. Við endurnýjun samnings árið 2006 fór fram ítarlegt mat á árangri bæði af hálfu félagsmálaráðuneytis, sveitarfélaganna og byggðasamlagsins. Niðurstaða þá og raunar einnig við árleg árangursskil byggðasamlagsins til ráðuneytisins var sú að vel hafi tekist til með þjónustuna á svæðinu. Unnið er eftir ítarlegri starfsáætlun og búsetuáætlun. Fyrirkomulagið mótast af miklu samráði og náinni samvinnu milli fjögurra þjónustusvæða, hvar af Skagafjörður allur er eitt þjónustusvæði. Af hálfu Skagfirðinga hefur verið lögð rík áhersla á samþættingu þjónustunnar við aðra velferðarþjónustu, bæði almenna félagsþjónustu og skólaþjónustu í samræmi við stefnumörkun byggðasamlagsins.
Nú liggur fyrir að sveitarfélögin á svæðinu þurfa að taka afstöðu til áframhaldandi samstarfs, enda er yfirfærslan bundin því skilyrði að þjónustusvæði eigi færri íbúa en átta þúsund standiað baki. Stjórn SSNV sem jafnframt er stjórn byggðasamlagsins hefur mælt með að áfram verði rekið byggðasamlag um málaflokkinn á Norðurlandi vestra með dreifðri þjónustu. Byggðaráð Skagafjarðar hefur vísað málinu til umsagnar félags- og tómstundanefndar.
Félags- og tómstundanefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki ályktun stjórnar SSNV. Félags- og tómstundanefnd leggur jafnframt ríka áherslu á að áfram verði unnið á grundvelli núverandi stefnumörkunar sem byggir á samþættingu velferðarþjónustunnar. Framtíðarsýn verði áfram að veita heildstæða og samþætta þjónustu í heimabyggð eftir þörfum hvers og eins, - þá bestu á landinu.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 261. fundur - 30.03.2010
Forseti sveitarstjórnar leggur til að afgreiðslu málefna fatlaðra verði vísað til 4. liðar á dagskrá sveitarstjórnar og var það samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla 510. fundar byggðaráðs staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 261. fundur - 30.03.2010
Forseti sveitarstjórnar leggur til að afgreiðslu málefna fatlaðra verði vísað til 4. liðar á dagskrá sveitarstjórnar og var það samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla 157. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 261. fundur - 30.03.2010
Forseti kynnti tillögu stjórnar SSNV um samstarf sveitarfélaga um myndun þjónustusvæðis vegna yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga þann 1. janúar 2011
Sveitarstjórn staðfestir tillögu stjórnar SSNV að áfram verði rekið byggðasamlag um málaflokkinn á Norðulandi vestra með dreifðri þjónustu, um þátttöku í myndun þjónustusvæðis sem helgast af sveitarfélagsmörkum Bæjarhrepps, Húnaþings vestra, Húnavatnshrepps, Blönduósbæjar, Skagabyggðar, Sveitarfélagsins Skagastrandar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Akrahrepps og Fjallabyggðar. Sveitarstjórn leggur jafnframt ríka áherslu á að áfram verði unnið á grundvelli núverandi stefnumörkunar sem byggir á samþættingu velferðarþjónustunnar. Framtíðarsýn verði áfram að veita heildstæða og samþætta þjónustu í heimabyggð eftir þörfum hvers og eins, - þá bestu á landinu.
Þórdís Friðbjörnsdóttir tók til máls, fleiri ekki.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Þann 1. janúar 2011 er áætlað að málefni fatlaðra færast frá ríki til sveitarfélaga samkvæmt samkomulagi þar um. Undirbúningur yfirfærslunnar hefur staðið um nokkurt skeið að hálfu ríkis og sveitarfélaga á vettvangi sérstakrar verkefnisstjórnar sem um málið fjallar. Samkvæmt samkomulaginu er gert ráð fyrir að mynduð verði sérstök þjónustusvæði milli þeirra sveitarfélaga sem ekki telja átta þúsund íbúa og skuli þjónustusvæðið samanlegt ekki telja færri íbúa en átta þúsund. Stjórn SSNV fjallaði um málið á fundi 9. mars sl. og leggur til að áfram verði rekið byggðasamlag um málaflokkinn á Norðurlandi vestra með dreifðri þjónustu. Fer stjórnin þess á leit við sveitarfélögin sem standa að byggðasamlagi um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra að þau staðfesti þátttöku í myndun þjónustusvæðis sem helgast af sveitarfélagsmörkum Bæjarhrepps, Húnaþings vestra, Húnavatnshrepps, Blönduósbæjar, Skagabyggðar, Sveitarfélagsins Skagastrandar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Akrahrepps og Fjallabyggðar.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að hún staðfesti þátttöku sveitarfélagsins i myndun þjónustusvæðis samkvæmt ofanskráðu. Jafnframt óskar byggðarráð eftir að félags- og tómstundanefnd veiti sveitarstjórn umsögn um málið.