Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
1.Klórgeymslur í sundlaugum
Málsnúmer 0801077Vakta málsnúmer
2.Tindastóll - ársskýrsla 2009
Málsnúmer 1003246Vakta málsnúmer
Íþróttafulltrúi kynnti ársskýrslu Tindastóls, þar sem fram kemur að allar deildir voru reknar með hagnaði. Miklu munaði um tekjur sem komu inn vegna Unglingalandsmóts U.M.F.Í. sl.sumar. Nefndin fagnar þessum árangri.
3.V.I.T. 2010
Málsnúmer 1002246Vakta málsnúmer
Forstöðumaður Húss frítímans kynnir niðurstöður könnunar FNV. Það eru 105 á skrá á aldrinum 16-18 ára í FNV og 90 svöruðu.
Þeir sem ekki hafa fengið vinnu og hyggjast sækja um hjá Vinnuskóla , verði það í boði eru 30. Þeir sem búast fastlega við að sækja þar sem þau eru ekki komin með örugga vinnu eru 18. Þeir sem hafa fengið vinnu eru 42 . Samkvæmt þessu má ætla að um 50 ungmenni vanti vinnu í sumar. Kostnaður við V.I.T.2010 fyrir svo stóran hóp er gróflega áætlaður 15-18 milljónir. .Félags-og tómstundanefnd lítur á þetta verkefni sem forgangsmál og óskar eftir því við Byggðaráð að fjármagn verði tryggt. Frístundastjóri hefur kynnt málið í Atvinnu-og ferðamálanefnd og beðið er svars frá Félagsmálaráðuneyti og Lýðheilsustöð við umsókn um styrk í verkefnið.
4.Umsókn um styrk til EUF v. Job shadowing
Málsnúmer 1002002Vakta málsnúmer
Frístundastjóri kynnti að fengist hefur styrkur frá Evrópu unga fólksins til verkefnisins "Frá bæ til býlis" sem er innan Sumar T.Í.M. í sumar.
5.Ungt fólk og lýðræði 2010
Málsnúmer 1003173Vakta málsnúmer
Málið er kynnt. Enginn fulltrúi fer frá Ungmennaráði Skagafjarðar að þessu sinni.
6.UMSS: Fundarboð á 90. ársþing
Málsnúmer 1003016Vakta málsnúmer
Boðað er til ársþings UMSS 25.mars kl. 19.00 í Árgarði . Íþróttafulltrúi fer f.h. nefndarinnar.
7.Málefni fatlaðra
Málsnúmer 1003216Vakta málsnúmer
Þann 1. janúar 2011 munu málefni fatlaðra færast frá ríki til sveitarfélaga. Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra hafa í byggðasamlagi annast málefni fatlaðra með þjónustusamningum við ríkið frá 1999. Við endurnýjun samnings árið 2006 fór fram ítarlegt mat á árangri bæði af hálfu félagsmálaráðuneytis, sveitarfélaganna og byggðasamlagsins. Niðurstaða þá og raunar einnig við árleg árangursskil byggðasamlagsins til ráðuneytisins var sú að vel hafi tekist til með þjónustuna á svæðinu. Unnið er eftir ítarlegri starfsáætlun og búsetuáætlun. Fyrirkomulagið mótast af miklu samráði og náinni samvinnu milli fjögurra þjónustusvæða, hvar af Skagafjörður allur er eitt þjónustusvæði. Af hálfu Skagfirðinga hefur verið lögð rík áhersla á samþættingu þjónustunnar við aðra velferðarþjónustu, bæði almenna félagsþjónustu og skólaþjónustu í samræmi við stefnumörkun byggðasamlagsins.
Nú liggur fyrir að sveitarfélögin á svæðinu þurfa að taka afstöðu til áframhaldandi samstarfs, enda er yfirfærslan bundin því skilyrði að þjónustusvæði eigi færri íbúa en átta þúsund standiað baki. Stjórn SSNV sem jafnframt er stjórn byggðasamlagsins hefur mælt með að áfram verði rekið byggðasamlag um málaflokkinn á Norðurlandi vestra með dreifðri þjónustu. Byggðaráð Skagafjarðar hefur vísað málinu til umsagnar félags- og tómstundanefndar.
Félags- og tómstundanefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki ályktun stjórnar SSNV. Félags- og tómstundanefnd leggur jafnframt ríka áherslu á að áfram verði unnið á grundvelli núverandi stefnumörkunar sem byggir á samþættingu velferðarþjónustunnar. Framtíðarsýn verði áfram að veita heildstæða og samþætta þjónustu í heimabyggð eftir þörfum hvers og eins, - þá bestu á landinu.
8.Fjárhagsaðstoð 2010 trúnaðarmál
Málsnúmer 1001099Vakta málsnúmer
Samþykkt þrjú erindi í þremur málum
9.Umsókn um leyfi fyrir fimmta barni í daggæslu
Málsnúmer 1003077Vakta málsnúmer
Félags- og tómstundanefnd samþykkir beiðni Sigríðar Sunnevu Pálsdóttur, Skógargötu 2, Sauðárkróki um leyfi til daggæslu fimm barna á einkaheimili, enda uppfyllir hún öll skilyrði reglugerðar.
Fundi slitið - kl. 11:15.
Á fundinn kom Guðmundur Þór Guðmundsson frá Tæknideild. Í sundlaug Sauðárkróks eru áætlaðar 6,3 milljónir í viðhald, búið að setja upp klórtank en vantar stýribúnað. Áætlaður kostnaður um 3,0 milljónir. Í sundlauginni í Varmahlíð eru áætlaðar 6,3 milljónir í viðhald. Þar er erfiðara og dýrara að koma fyrir fullnægjandi búnaði. Í Sundlauginni á Steinsstöðum er enginn klórbúnaður og óvíst hver kostnaður við lagfæringar er. Óskað er eftir kostnaðaráætlun vegna verksins frá Tæknisviði. Sundlaugin að Sólgörðum, þar eru komnar klórstýringar en vantar klórtanka. Áætlaður kostnaður er óverulegur. Guðmundur Þór vék af fundi.