Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
1.Þriggja ára áætlun 2011 - 2013
Málsnúmer 1003007Vakta málsnúmer
2.Málefni fatlaðra
Málsnúmer 1003216Vakta málsnúmer
Þann 1. janúar 2011 er áætlað að málefni fatlaðra færast frá ríki til sveitarfélaga samkvæmt samkomulagi þar um. Undirbúningur yfirfærslunnar hefur staðið um nokkurt skeið að hálfu ríkis og sveitarfélaga á vettvangi sérstakrar verkefnisstjórnar sem um málið fjallar. Samkvæmt samkomulaginu er gert ráð fyrir að mynduð verði sérstök þjónustusvæði milli þeirra sveitarfélaga sem ekki telja átta þúsund íbúa og skuli þjónustusvæðið samanlegt ekki telja færri íbúa en átta þúsund. Stjórn SSNV fjallaði um málið á fundi 9. mars sl. og leggur til að áfram verði rekið byggðasamlag um málaflokkinn á Norðurlandi vestra með dreifðri þjónustu. Fer stjórnin þess á leit við sveitarfélögin sem standa að byggðasamlagi um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra að þau staðfesti þátttöku í myndun þjónustusvæðis sem helgast af sveitarfélagsmörkum Bæjarhrepps, Húnaþings vestra, Húnavatnshrepps, Blönduósbæjar, Skagabyggðar, Sveitarfélagsins Skagastrandar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Akrahrepps og Fjallabyggðar.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að hún staðfesti þátttöku sveitarfélagsins i myndun þjónustusvæðis samkvæmt ofanskráðu. Jafnframt óskar byggðarráð eftir að félags- og tómstundanefnd veiti sveitarstjórn umsögn um málið.
3.Umsókn um styrk
Málsnúmer 1003218Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Náttúrustofu Norðurlands vestra, þar sem stofnunin óskar eftir einnar milljóna króna styrk vegna kortlagningar á útbreiðslu ágengra plöntutegunda í landi Sauðárkróks. Mótframlag náttúrustofunnar er áætlað um 700.000 kr.
Byggðarráð hafnar styrkbeiðninni, en samþykkir að vísa umfjöllun um verkefnið til umhverfis- og samgöngunefndar.
4.Aðalgata 23, Villa Nova - umsókn um styrk til greiðslu fasteignagjalda
Málsnúmer 1003117Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Villa Nova ehf. þar sem sótt er um styrk til að mæta álagningu fasteignagjalda 2010 á fasteignina Aðalgötu 23, Villa Nova, skv. 2. málsgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
Byggðarráð samþykkir að veita styrk sem nemur 70% af fasteignaskatti ársins 2010 skv. 5. gr. reglna sveitarfélagins um styrki til greiðslu fasteignaskatts.
5.Sundlaugin Steinsstöðum
Málsnúmer 1002227Vakta málsnúmer
Farið yfir gögn sem sveitarstjóri lagði fram í samræmi við ákvörðun 507. fundar ráðsins. Óskað var eftir framlengingu umsamins leigutíma sundlaugar að Steinsstöðum og heimild til uppsetningar rennibrautar við laugina á leigutímanum.
Byggðaarráð samþykkir að framlengja ekki núgildandi leigusamning um sundlaugina á Steinsstöðum og hafnar beiðni um uppsetningu á rennibraut við laugina að svo komnu máli. Byggðarráð samþykkir að sundlaugin verði seld og málsmeðferð verði hraðað eins og kostur er.
Gísli Árnason óskar bókað:
Undirritaður tekur ekki undir bókun byggðarráðs og telur að ganga ætti til samninga við Ferðaþjónustuna á Steinsstöðum um rekstur sundlaugarinnar á grundvelli framlagðra gagna, sem til umræðu voru á fundinum. Ekkert í drögum að framlögðu samkomulagi kemur i veg fyrir það að selja umrædda sundlaug á samningstímanum standi vilji sveitarstjórnar til þess.
6.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf 2010
Málsnúmer 1003121Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf um boðun aðalfundar 2010, þann 26. mars nk.
Byggðarráð staðfestir að sveitarstjóri sæki fundinn með fullt umboð sveitarstjórnar.
7.Dragnótaveiðar í Skagafirði
Málsnúmer 1003161Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna varðandi dragnótaveiðar á Skagafirði. Vísað er til fundar ráðsins þann 19. október 2004 og bókunar undir 5. lið dagskrár. Fyrir hönd útgerða í Grímsey sem hafa stundað dragnótaveiðar á Skagafirði, er óskað eftir fundi þar sem Grímseyingar fengju tækifæri til að skýra sjónarmið sín frekar.
Byggðarráð ítrekar fyrri bókanir um dragnótaveiðar á Skagafirði. Byggðarráð felur sveitarstjóra að finna fundartíma sem hentar.
8.Heimsókn fulltrúa Sveitarfélagsins Hornafjörður
Málsnúmer 1003075Vakta málsnúmer
Erindið áður á 509. fundi byggðarráðs. Lögð fram drög að viljayfirlýsingu um aukið samstarf á sviði þekkingarstarfsemi á milli Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Sveitarfélagins Skagafjarðar.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að viljayfirlýsingin verði staðfest. Undirritun hennar fer fram í dag með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.
9.Samningur við Skagafjarðarhraðlest - Ósk um upplýsingar
Málsnúmer 1002004Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá 504. fundi ráðsins og var óskað eftir greinargerð atvinnu- og ferðamálanefndar. Málið afgreitt þar á 58. fundi nefndarinnar til byggðarráðs. Lagt fram skriflegt svar við fyrirspurn Gísla Árnasonar um samning Skagafjarðarhraðlestarinnar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 13. mars 2007.
10.Umsagnir um þingmál
Málsnúmer 1003122Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er umsagnar um eftirtalin þingmál: Frv. til skipulagslaga, 425. mál., frv. til laga um mannvirki, 426. mál og frv. til laga um brunavarnir (Byggingarstofnun), 427. mál.
11.Áskorun til sveitarfélaga
Málsnúmer 1003215Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar áskorun nemenda í grunn- og framhaldsnámi og kennara við Tómstunda- og félagsmálafræðibraut á Menntavísindasviði Háskóla Íslands á sveitarstjórnir að standa vörð um tómstunda- og félagsstarf í sveitarfélögum á núverandi umbrota- og óvissutímum og tryggja um leið jöfn tækifæri til þátttöku í fjölbreyttu, faglegu frítíma- og tómstundastarfi.
12.Greiðslur vegna atkvæðagreiðslu 6 mars 2010
Málsnúmer 1003184Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu varðandi greiðslur til sveitarfélaga vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar 6. mars 2010 og komandi sveitarstjórnarkosningar 29. maí 2010.
Fundi slitið - kl. 12:00.
Lögð fram til síðari umræðu, þriggja ára áætlun 2011-2013.
Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni til síðari umræðu í sveitarstjórn.