Fara í efni

Framkvæmdir við Sundlaugina Sólgörðum

Málsnúmer 1004014

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 515. fundur - 06.05.2010

Lagt fram bréf frá Halldóri G. Hálfdanarsyni fyrir hönd íbúa í Fljótum, þar sem hann óskar leyfis til að endurnýja heitan pott sem er í sundlauginni á Sólgörðum. Eru hugmyndir um að skipta út núverandi potti og setja annan stærri eða tvo jafnstóra þeim gamla. Í bréfinu segir að sveitarfélagið muni ekki bera nokkurn kostnað af framkvæmdinni og fyrir liggi fjármagn, loforð um efni og vinnu vegna þessa.

Byggðarráð þakkar frumkvæði íbúanna og samþykkir á ofangreindum forsendum að veita leyfi til að endurnýja núverandi pott með öðrum stærri, enda séu öll tilskilin leyfi til staðar. Byggðarráð felur tæknideild sveitarfélagins að hafa eftirlit með framkvæmdinni.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 263. fundur - 18.05.2010

Afgreiðsla 515. fundar byggðaráðs staðfest á 263. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 160. fundur - 07.07.2010

Íþróttafulltrúi greinir frá aðkomu Frístundasviðs að rekstri laugarinnar. Búið er að gera rekstrarsamning við Ingunni Mýrdal um rekstur laugarinnar í sumar. Laugin verður opin með sama hætti og síðustu sumur. Framkvæmdir við laugina standa enn yfir og verður laugin opnuð um leið og þeim lýkur. Búið er að ræða við heimamenn í Fljótum um að halda fund með þeim í haust þar sem leitað verður að framtíðarlausnum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 522. fundur - 15.07.2010

Afgreiðsla 160. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 522. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.