Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

522. fundur 15. júlí 2010 kl. 09:00 - 11:47 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Helga S. Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá

1.Bygging leikskóla við Árkíl 2 á Sauðárkróki

Málsnúmer 0808037Vakta málsnúmer

Jön Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kom á fundinn undir þessum dagskrárlið og fór yfir kostnað við byggingu leikskóla við Árkíl 2 og stöðu verksins. Byggðarráðsfulltrúum gafst kostur á að fara í skoðunarferð um leikskólann að aflokum fundi.

2.SÍS: Fundargerðir stjórnar 2010

Málsnúmer 1001200Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. júní 2010 lögð fram til kynningar á 522. fundi byggðarráðs.

3.Samkomulag um fjárhagsgrundvöll yfirfærslu málefna fatlaðra

Málsnúmer 1007022Vakta málsnúmer

Málið verður tekið fyrir í félags- og tómstundanefnd.

4.Fundur með stjórn Rarik ohf

Málsnúmer 1007055Vakta málsnúmer

Stjórn Rarik býður fulltrúum sveitarfélagsins til fundar sem haldinn verður 26. ágúst kl. 10:30 á Kaffi Króki á Sauðárkróki.

5.Tilnefning fulltrúa í Menningarráð Norðurlands vestra.

Málsnúmer 1007066Vakta málsnúmer

Tilnefning fulltrúa í stjórn Menningarráðs Norðurlands vestra, til tveggja ára, tvo aðalmenn og tvo til vara.
Málinu frestað.

6.Kjör fulltrúa í stjórn Hátækniseturs Íslands ses

Málsnúmer 1006139Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í stjórn Hátækniseturs, til fjögurra ára, tvo aðalmenn og tvo til vara.
Formaður bar upp tillögu um aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Bjarni Jónsson og Gísli Sigurðsson

Varamenn: Viggó Jónsson og Gunnsteinn Björnsson

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

7.Kjör fulltrúa í samstarfsnefnd um Hólastað

Málsnúmer 1006125Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í samstarfsnefnd um Hólastað, til fjögurra ára, þrír aðalmenn.
Formaður bar upp tillögu um: Stefán Vagn Stefánsson, Gísla Árnason og Grétu Sjöfn Guðmundsdóttur

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

8.Kjör fulltrúa á aðal- og hluthafafund Flugu ehf

Málsnúmer 1006124Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa aðal- og hluthafafund Flugu ehf, til fjögurra ára, tvo aðalmenn og tvo til vara.
Formaður bar upp tillögu um aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Viggó Jónsson og Jón Magnússon

Varamenn: Hlín Jóhannesdóttir og Guðný Axelsdóttir

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

9.Kjör fulltrúa á aðal- og hluthafafund Eyvindastaðaheiðar ehf

Málsnúmer 1006123Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa á aðal- og hluthafafund Eyvindarstaðarheiðar ehf, til fjögurra ára, þrjá aðalmenn.
Formaður bar upp tillögu um:
Valgerður Inga Kjartansdóttir, Einar E Einarsson og Grétu Sjöfn Guðmundsdóttur.

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

10.Kjör fulltrúa í stjórn Menningarseturs Skagafjarðar í Varmahlíð

Málsnúmer 1006121Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í stjórn Menningarseturs Skagafjarðar í Varmahlíð, til fjögurra ára, fimm aðalmenn og fimm til vara.

Afgreiðslu frestað.

11.Kjör fulltrúa í stjórn Skógræktarsjóðs Skagfirðinga

Málsnúmer 1006119Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í stjórn Skógræktarsjóðs Skagfirðinga, til fjögurra ára, þrjá aðalmenn.
Formaður bar upp tillögu um: Stefán Guðmundsson, Sigurlaugu K. Konráðsdóttur og Pálma S. Sighvatz.

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

12.Kjör úttektarmanna

Málsnúmer 1006114Vakta málsnúmer

Kjör úttektarmanna, til fjögurra ára, tvo aðalmenn og tvo til vara.
Formaður bar upp tillögu um aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Eiríkur Loftsson og Helgi Sigurðsson
Varamenn: Pétur Pétursson og Einar Gíslason

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

13.Kjör fulltrúa í Kjaranefnd

Málsnúmer 1006105Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í kjaranefnd, til fjögurra ára, tveir aðalmenn og tveir til vara.
Formaður bar upp tillögu um aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Arnrún Halla Arnórsdóttir og Gísli Sigurðsson

Varamenn: Sigríður Magnúsdóttir og Guðný Axelsdóttir

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

14.Málefni Heilbr.stofnunarinnar Skr. - ósk um fund

Málsnúmer 1006235Vakta málsnúmer

Heilbrigðisráðherra kom að máli við sveitarstjóra um að halda fund um málefni Heilbrigðisstofnunarinnar.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma á fundi með ráðherra í kring um mánaðarmótin.

15.Samkomulag við VÍS um vátryggingar

Málsnúmer 0811013Vakta málsnúmer

Formaður leggur til uppsögn samningsins verði frestað, var það samþykkt samhljóða.

Sigurjón Þórðarson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óska bókað "að þau telji eðlilegt og hagkvæmt að bjóða út tryggingapakka sveitarfélagins eins og ráð var fyrir gert, enda liggja engin gögn fyrir í málinu sem benda til þess að skynsamlegt sé að fresta útboði".

15.1.Kynning á atvinnuráðgjöf SSNV

Málsnúmer 1007024Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 64. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 522. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

16.Styrkbeiðni til byggingar

Málsnúmer 1007063Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, þar sem leitað er eftir styrk frá sveitarfélaginu til byggingar 3000 fm. húsnæði undir alþjóðlega tungumálamiðstöð. Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

17.Flug um Alexendersflugvöll

Málsnúmer 1007044Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 64. fundi atvinnu- og ferðamálanefndar, þar sem nefndin leggur til við byggðarráð að hafnar verði viðræður við samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Flugfélagið Ernir um áætlunarflugið til Sauðárkróks.

Byggðarráð fagnar vinnu nefndarinnar og felur sveitarstjóra að óska eftir viðræðum við samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og flugfélagið um málefni flugvallarins og áætlunarflugsins.

18.Rekstrarupplýsingar 2010 - sveitarsjóður og stofnanir

Málsnúmer 1004072Vakta málsnúmer

Í framhaldi af bókun 520. fundar byggðarráðs eru lagðar fram skýringar sviðsstjóra vegna rekstrareininga sem ekki eru að ná að halda sér innan fjárhagsáætlunar fyrstu fimm mánuði ársins.

19.Boðun á 24. landsþing SÍS

Málsnúmer 1007043Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf þar sem boðað er til XXIV. landsþings Sambands ísl. sveitarfélaga á Akureyri dagana 29. september til 1. október nk. Óskað er eftir að sveitarfélagið tilkynni um fulltrúa sína fyrir 1. ágúst 2010.

19.1.Framkvæmdir við Sundlaugina Sólgörðum

Málsnúmer 1004014Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 160. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 522. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

19.2.Nýir sveitarstjórnarmenn - skyldur sveitarfélaga

Málsnúmer 1006081Vakta málsnúmer

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað:Ég tel mikilvægt að farið veri yfir kynjahlutfall í nefndum og ráðum sveitarfélagsins samanber lög og ábendingar frá jafnréttisstofu.

Afgreiðsla 160. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 522. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

19.3.Kosning ritara Félags-og tómstundanefndar

Málsnúmer 1006241Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 160. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 522. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

19.4.Kosning varaformanns Félags-og tómstundanefndar

Málsnúmer 1006240Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 160. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 522. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

19.5.Kosning formanns Félags-og tómstundanefndar

Málsnúmer 1006239Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 160. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 522. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

19.6.Ferðaþjónusta á Tröllaskaga

Málsnúmer 1007053Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 64. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 522. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

19.7.Tjaldstæðamál í Skagafirði

Málsnúmer 1007045Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 64. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 522. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

19.8.Flug um Alexendersflugvöll

Málsnúmer 1007044Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 64. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 522. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

19.9.Fab Lab smiðja á Sauðárkróki

Málsnúmer 1007027Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 64. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 522. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

19.10.Kynningarmyndband fyrir Skagafjörð

Málsnúmer 1007021Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 64. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 522. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 11:47.