Fara í efni

Eignasjóður - viðhaldsáætlun 2010

Málsnúmer 1004069

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 513. fundur - 16.04.2010

Lagður fram sundurliðaður listi yfir sérstök viðhaldsverkefni vegna fasteigna eignarsjóðs á árinu 2010, að upphæð 57 mkr.

Málinu frestað til næsta fundar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 262. fundur - 20.04.2010

Afgreiðsla 513. fundar byggðaráðs staðfest á 262. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 514. fundur - 28.04.2010

Lagður fram verkefnalisti frá tæknideild sveitarfélagsins um sérstakt viðhald fasteigna eignasjóðs á árinu 2010, að upphæð 57 mkr. Frestað erindi frá síðasta fundi ráðsins.

Meirihluti byggðarráðs staðfestir verkefnalistann.

Páll Dagbjartsson óskar bókað:"Viðhaldsáætlun þessi er í raun hluti fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010, bæði fjárveiting og forgangsröðun verkefna og á ábyrgð meirihlutans. Ég sit hjá við afgreiðslu málsins."

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 263. fundur - 18.05.2010

Bjarni Jónsson tók til máls og óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar og lagði fram eftirfarandi bókun

"Það sætir furðu að viðhaldsáætlun sem á að vera hluti fjárhagsáætlunar skuli vera svo seint fram komin fara hefði þurft betur yfir forgangsröðun verkefna"

Afgreiðsla 514. fundar staðfest á 263. fundi sveitarstjórnar með fimm atkvæðum.

Fulltrúar sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu þessa liðar.