Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
1.Ársreikningur sveitarfélagsins og stofnana þess 2009
Málsnúmer 1004070Vakta málsnúmer
2.Lánsumsókn v/framkvæmda við urðunarstað
Málsnúmer 1003387Vakta málsnúmer
Erindið áður tekið fyrir á 512. fundi ráðsins. Gera þarf breytingu á fyrri bókun að beiðni Lánasjóðs Sveitarfélaga og kemur málið því aftur til afgreiðslu.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að hún afgreiði málið með eftirfarandi bókun, í stað í stað bókunar 512. fundar byggðarráðs:
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir hér með að veita veð í tekjum sveitarfélagsins vegna lántöku Norðurár bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 380.000.000 kr. til 14 ára með föstum 5,03% vöxtum. Er veðsetning þessi veitt sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Lán Norðurár bs. er tekið til gerðar urðunarstaðar að Sölvabakka sem fellur undir lánshæf verkefni sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Guðmundi Guðlaugssyni, kt. 140259-4899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að samþykkja f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar veitingu ofangreindrar veðtryggingar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu tryggingar þessarar.
3.Aðalfundur 2010
Málsnúmer 1004041Vakta málsnúmer
Lagt fram aðalfundarboð Veiðifélags Laxár í Skefilsstaðahreppi, laugardaginn 24. apríl 2010. Byggðarráð samþykkir að fela landbúnaðarnefnd að tilnefna fulltrúa á fundinn er fari með atkvæði sveitarfélagsins.
4.Eignasjóður - viðhaldsáætlun 2010
Málsnúmer 1004069Vakta málsnúmer
Lagður fram sundurliðaður listi yfir sérstök viðhaldsverkefni vegna fasteigna eignarsjóðs á árinu 2010, að upphæð 57 mkr.
Málinu frestað til næsta fundar.
5.Vistbyggðarráð - boð um þátttöku
Málsnúmer 1004018Vakta málsnúmer
6.Þjóðlendukröfur
Málsnúmer 0801016Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um að óbyggðanefnd hafi ákveðið að þjóðlendumál á Tröllaskaga verði flutt fyrir nefndinni 30. apríl nk. á Hótel KEA, Akureyri. Erindið verður afgreitt úr lanbúnaðarnefnd.
7.Rekstrarupplýsingar 2010 - sveitarsjóður og stofnanir
Málsnúmer 1004072Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins og stofnana fyrir tímabilið janúar-febrúar 2010.
Málnu frestað til næsta fundar.
Fundi slitið - kl. 17:36.
Ársreikningur sveitarsjóðs og stofnana fyrir árið 2009 lagður fram. Kristján Jónasson endurskoðandi hjá KPMG, kom á fundinn undir þessum dagskrárlið og skýrði reikningana. Gert er ráð fyrir kynningu á ársreikningi, fyrir sveitarstjórnarfulltrúa og sviðsstjóra, fyrir sveitarstjórnarfund þann 20. april n.k.
Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.