Fara í efni

Samningur um styrk vegna úrbóta á ferðamannastöðum

Málsnúmer 1005037

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 61. fundur - 12.05.2010

Lagður fram til kynningar samningur milli sveitarfélagsins og Ferðamálastofu varðandi styrk frá Ferðamálastofu til byggingar á snyrtingum fyrir fatlaða við Byggðasafnið í Glaumbæ. Tæknideild sveitarfélagsins vinnur að verkefninu og áætluð verklok eru 20 júní.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 263. fundur - 18.05.2010

Afgreiðsla 61. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 263. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Menningar- og kynningarnefnd - 44. fundur - 27.05.2010

Lagðar fram upplýsingar um styrkveitingar frá Ferðamálastofu til uppbyggingar á snyrtingum fyrir fatlaða á lóð Byggðasafnins í Glaumbæ.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 264. fundur - 08.06.2010

Afgreiðsla 44. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 264. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.