Fara í efni

Viðgerð á torfþaki og -veggjum

Málsnúmer 1005216

Vakta málsnúmer

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 2. fundur - 27.05.2010

Menningarsetrið á 21,4% hlutafjár í Ferðasmiðjunni og þarf að taka þátt í kostnaði vegna viðhalds á húsi félagsins í Varmahlíð. (Upplýsingamiðstöðin) Búið er að taka tilboði Helga Sigurðssonar torfhleðslumanns í viðgerðina að upphæð kr. 1.6 milljónir, án samráðs við stjórn Menningarsetursins og fer hún fram á nánari útlistun á verkþættinum. Sömuleiðis kallar stjórnin eftir nánara samráði um málefni Ferðasmiðjunnar. Málinu vísað til nýrrar stjórnar Menningarsetursins.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 1. fundur - 21.01.2011

Formaður lagði fram bréf dagsett 30. sept . 2010 þar sem fjármálastjóri sveitarfélagsins Skagafjarðar Margeir Friðriksson úrskýrir kostnaðarskiptingu vegna viðhalds húss Ferðasmiðjunnar ehf í Varmahlíð, en þar á Menningarsetrið á 21,4% Samkvæmt meðfylgjandi reikningum er hlutur Menningarsetursins kr. 342.000,- Viðhaldið fólst einkum í viðgerð á torfhleðslu og viðarvörn. Formanni falið að ganga frá greiðslu.