Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga
1.Reykjarhólsvegur 4B -
Málsnúmer 1005049Vakta málsnúmer
Fram kom að núverandi lóðahafar Reykjarhólsvegar 4B hafa ekki sagt sig formlega frá lóðinni og beðið er bréfs þess efnis. Annað er á áætlun.
2.Merkjagirðing milli Reykjarhóls og Grófargils
Málsnúmer 1101176Vakta málsnúmer
Tekið fyrir bréf frá Sigurði á Grófargili þar sem hann fer fram á þátttöku Menningarsetursins við kostnað við merkjagirðingu á milli Grófargils og Reykjarhóls. Meðfylgjandi eru drög að kostnaðaráætlun af net og gaddavírsgirðingu. Nefndin tekur jákvætt í erindið að því tilskyldu að girðingin hamli ekki lögbundnum umferðarrétti, gangandi og ríðandi fólks.
3.Viðgerð á torfþaki og -veggjum
Málsnúmer 1005216Vakta málsnúmer
Menningarsetrið á 21,4% hlutafjár í Ferðasmiðjunni og þarf að taka þátt í kostnaði vegna viðhalds á húsi félagsins í Varmahlíð. (Upplýsingamiðstöðin) Búið er að taka tilboði Helga Sigurðssonar torfhleðslumanns í viðgerðina að upphæð kr. 1.6 milljónir, án samráðs við stjórn Menningarsetursins og fer hún fram á nánari útlistun á verkþættinum. Sömuleiðis kallar stjórnin eftir nánara samráði um málefni Ferðasmiðjunnar. Málinu vísað til nýrrar stjórnar Menningarsetursins.
4.Breytt lóðamörk Skógarstígs 2
Málsnúmer 1101177Vakta málsnúmer
Munnlegt erindi frá Kára Gunnarssyni Skógarstíg 2 um upptöku lóðaleigusamnings og stækkunar lóðar. Stjórn biður Kára um formlegt erindi ásamt viðeigandi gögnum.
5.Ábending, misvísandi nöfn
Málsnúmer 1101215Vakta málsnúmer
Borist hefur ábending frá sýslumanni þar sem fram kom að misvísandi nöfn eru í opinberum gögnum um málefni Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð en þar má finna m.a. Varmahlíðarfélagið og fl. Formanni falið að leiðrétta.
6.Varmahlíð 146115 - Umsókn um skipulag
Málsnúmer 1005154Vakta málsnúmer
Borist hefur erindi frá Kaupfélagi Skagfirðinga um framtíðarskipulag lóðar K.S. Varmahlíð og Ferðasmiðjunnar. Sveitarstjóri hefur falið Skipulags-og byggingarnefnd að sjá um málið. Ekki hefur verið haft samráð við stjórn Menningarhússins vegna málsins, en hún er lóðaeigandinn. Sveitarfélaginu hefur einnig borist erindi frá Páli Dagbjartssyni og Gísla Árnasyni um sama mál.
Formaður fór yfir starfsemi nefndarinnar lok tímabils. Á tímabilinu hefur stjórnin haldið 11 bókaða fundi. Samanlagður kostnaður við fundi 2006-2009 kr. 65.247.-
Nefndin hefur ekki fengið laun á tímabilinu sem samþykkir að fara saman út að borða ásamt mökum eftir síðasta fund á kostnað Menningarsetursins.
Stjórnin þakkar samstarfið sem verið hefur ákaflega ánægjulegt og samstíga.
Fundi slitið.