Fara í efni

Nýir sveitarstjórnarmenn - skyldur sveitarfélaga

Málsnúmer 1006081

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 519. fundur - 22.06.2010

Lagt fram til kynningar bréf frá Jafnréttisstofu þar sem minnt er á ákvæði laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er varða sveitarstjórnir.

Byggðarráð vísar erindinu til umfjöllunar í félags- og tómstundanefnd.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 266. fundur - 01.07.2010

Afgreiðsla 519. fundar byggðaráðs staðfest á 266. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 522. fundur - 15.07.2010

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað:Ég tel mikilvægt að farið veri yfir kynjahlutfall í nefndum og ráðum sveitarfélagsins samanber lög og ábendingar frá jafnréttisstofu.

Afgreiðsla 160. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 522. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 161. fundur - 10.08.2010

Lagt fram bréf Jafnréttistofu dags. 9. júní 2010 um skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum.

Nefndin felur félagsmálastjóra að leggja fram yfirlit yfir skipan karla og kvenna í nefndir, stjórnir og ráð á vegum sveitarfélagsins á næsta fundi.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 525. fundur - 19.08.2010

Afgreiðsla 161. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 525. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.