Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

519. fundur 22. júní 2010 kl. 09:00 - 10:53 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Kjör formanns byggðarráðs

Málsnúmer 1006154Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að Stefán Vagn Stefánsson verði kjörinn formaður byggðarráðs.

Tillagan samþykkt samhljóða.

2.Kjör varaformanns byggðarráðs

Málsnúmer 1006155Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að Bjarni Jónsson verði kjörinn varaformaður byggðarráðs.

Tillagan samþykkt samhljóða.

3.Lánsumsókn 2010

Málsnúmer 1005247Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 300.000.000 kr. til 14 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið vegna byggingar leikskóla, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Margeiri Friðrikssyni sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, kt. 151060-3239, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning nr. 23/2010 við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leiti lánasamninginn og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Hluthafasamkomulag júní 2010

Málsnúmer 1006171Vakta málsnúmer

Lagt fram hluthafasamkomulag milli eftirtaldra hluthafa í Gagnaveitu Skagafjarðar ehf., Kaupfélags Skagfirðinga, Skagafjarðarveitna ehf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um aðkomu þeirra að endurfjármögnun og breytingu á hlutafé félagsins. Á fundinn komu Einar Gíslason og Páll Pálsson til viðræðu undir þessum dagskrárlið.

Byggðarráð samþykkir hluthafasamkomulagið fyrir sitt leiti.

5.Endurnýjun tækja í þjónustustöð

Málsnúmer 1006157Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá sviðsstjórum stjórnsýslu- og fjármálasviðs og umhverfis- og tæknisviðs, þar sem óskað er eftir því að fjárfestingalið fjárhagsáætlunar 2010 verði breytt á þann veg að 6 milljónir króna verði fæðar frá eignasjóði yfir á þjónustustöð til kaupa á þremur bifreiðum.

Byggðararáð samþykkir tilfærslu fjármunana samhljóða.

6.Kjör fulltrúa í stjórn Versins

Málsnúmer 1006133Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að Bjarni Jónsson verði fulltrúi sveitarfélagsins og Skagafjarðarveitna ehf. í stjórn Versins - vísindagarða.

Samþykkt samhljóða.

7.Aðalfundarboð 2010

Málsnúmer 1006043Vakta málsnúmer

Lagt fram boð um aðalfund Versins - vísindagarða ehf. þann 25. júní 2010.

Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri eða staðgengill hans fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

8.Styrkbeiðni - Jónsmessuhátíð á Hofsósi

Málsnúmer 1006041Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Kristjáni Jónssyni þar sem sótt er um styrk vegna Jónsmessuhátíðar á Hofsósi.

Byggðarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 300.000. Fjármunirnir teknir af málaflokki 21890.

9.Umsókn um styrk

Málsnúmer 1006010Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Pálu Kristínu Bergsveinsdóttur um styrk.

Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu, en óskar bréfritara góðs gengis í baráttu sinni við sjúkdóm sinn.

10.Aðalfundur í Gagnaveitu Skagafjarðar ehf.

Málsnúmer 1006153Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar boð um aðalfund Gagnaveitu Skagafjarðar ehf. 23. júní 2010.

Byggðarráð samþykkir að Gísli Árnson verði fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn félagsins. Jafnframt er samþykkt að Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

11.Stækkun friðlandsins í Þjórsárverum

Málsnúmer 0912040Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Einari E. Einarssyni þar sem hann óskar eftir því að sveitarfélagið tilnefni annan fulltrúa í hans stað í vinnuhóp um stækkun friðlands í Þjórsárverum. Einnig er ósk frá Umhverfisstofnun um að kynna verkefnið fyrir sveitarstjórn.

12.Fundur um leikskólamál

Málsnúmer 1005273Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað um opnun Leikskólans Ársali og endurbætur á húsnæði Leikskólans Glaðheima.

13.Nýir sveitarstjórnarmenn - skyldur sveitarfélaga

Málsnúmer 1006081Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Jafnréttisstofu þar sem minnt er á ákvæði laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er varða sveitarstjórnir.

Byggðarráð vísar erindinu til umfjöllunar í félags- og tómstundanefnd.

14.Aðilaskipti að landi

Málsnúmer 1006143Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem tilkynnt er um aðilaskipti á jörðinni Veðramóti 2, landnúmer 145963. Seljandi er dánarbú Ólínu Ólafsdóttur. Kaupandi er Gunnar Sigurðsson.

15.Úttekt á fjármálalegri stöðu sveitarfélagsins

Málsnúmer 1006156Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Capacent ráðgjöf þar sem fyrirtækið kynnir þjónustu sína.

Fundi slitið - kl. 10:53.