Kjör fulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 1006099
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 268. fundur - 21.09.2010
Lagt fram bréf, dags. 4. september 2010, frá Gísla Árnasyni, fulltrúa lista VG þar sem hann óskar eftir leyfi sem varamaður Landsþing Sambands Íslenskra Sveitarfélaga, 21. september 2010 til 21. september 2012. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að verða við erindinu og þakkar Gísla Árnasyni störf hans.
Forseti gerir tillögu um Arnrúnu H. Arnórsdóttur hans stað. Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast hún því rétt kjörin.
Kjör fulltrúa á landsþing sambands íslenskra sveitarfélaga til fjögurra ára, þrjá aðalmenn og þrjá til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Bjarni Jónsson, Stefán Vagn Stefánsson og Jón Magnússon
Varamenn: Gísli Árnason, Viggó Jónsson og Sigríður Svavarsdóttir.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.