Fara í efni

Kjör fulltrúa í Almannavarnarnefnd

Málsnúmer 1006111

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 266. fundur - 01.07.2010

Kjör fulltrúa í Almannavarnarnefnd, til fjögurra ára, tvo aðalmenn og tvo til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmaður: Viggó Jónsson og Sigurjón Þórðarson

Varamaður Bjarni Jónsson og Guðný Kjartansdóttir

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 524. fundur - 12.08.2010

Hinn 1. júní 2008 tóku gildi ný lög um almannavarnir, nr. 82/2008. Í IV. kafla, 9. gr., um Almannavarnanefndir segir svo:

"Í hverju sveitarfélagi starfar almannavarnanefnd sem sveitarstjórn skipar og ákveður sveitarstjórnin fjölda nefndarmanna. Almannavarnanefnd skal skipuð sýslumanni þess umdæmis sem sveitarfélagið er í, fulltrúum úr sveitarstjórn og þeim fulltrúum sveitarstjórna sem í starfi sínu sinna verkefnum í þágu öryggis hins almenna borgara."

Endurtilnefna þarf í stað Guðnýjar Kjartansdóttur, sem var kjörin varamaður á fundi sveitarstjórnar þann 1. júlí sl., þar sem hún er ekki fulltrúi í sveitarstjórn.

Byggðarráð samþykkir að Hrefna Gerður Björnsdóttir varasveitarstjórnarfulltrúi taki sæti varamanns í almannavarnarnefnd.