Fara í efni

Kjör fulltrúa í samstarfsnefnd með Akrahreppi

Málsnúmer 1006120

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 266. fundur - 01.07.2010

Kjör fulltrúa í samstarfsnefnd með Akrahreppi, til fjögurra ára, tvo aðalmenn og tvo til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Gísli Árnason, Sigríður Svavarsdóttir
Varamenn: Stefán Vagn Stefánsson og Jón Magnússon

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 268. fundur - 21.09.2010

Lagt fram bréf, dags. 4. september 2010, frá Gísla Árnasyni, fulltrúa lista VG þar sem hann óskar eftir leyfi sem aðalmaður í Samstarfsnefnd með Akrahreppi frá 21. september 2010 til 21. september 2012. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að verða við erindinu og þakkar Gísla Árnasyni störf hans.

Forseti gerir tillögu um Valdimar Sigmarsson í hans stað. Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast hann því rétt kjörinn.