Fara í efni

Tillaga um áheyrnarfulltrúa í fastanefndum sveitarfélagsins

Málsnúmer 1006232

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 266. fundur - 01.07.2010

Stefán Vagn Stefánsson tók til máls og lagði fram tillögu meirihluta.

Lagt er til að áfram verði gert ráð fyrir einum áheyrnarfulltrúa, tilnefndum sameiginlega af þeim framboðum eða flokkum sem ekki fá kjörinn fulltrúa í eftirtaldar fastanefndir sveitarfélagsins; skipulags- og bygginganefnd, fræðslunefnd, félags- og tómstundanefnd, atvinnu- og ferðamálanefnd, menningar- og kynningarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Fundi þeirra nefnda sitji því einn áheyrnarfulltrúi auk 3 fastafulltrúa líkt og seinni hluta síðasta kjörtímabils.
Ennfremur verði í fyrsta skipti gert ráð fyrir einum áheyrnarfulltrúa í landbúnaðarnefnd, tilnefndum með sama hætti, sameiginlega af þeim framboðum eða flokkum sem ekki fá kjörinn fulltrúa í nefndina. Farið verði frekar yfir fyrirkomulag varðandi áheyrnarfulltrúa og fjölda þeirra, samhliða yfirferð á samþykktum sveitarfélagsins.

Sveitarstjórnarfulltrúar Framsóknarflokks og Vinstri grænna.

Stefán Vagn Stefánsson tók til máls og lagði til að tillögunni verði frestað, var það samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 268. fundur - 21.09.2010

Bjarni Jónsson tók til máls og lagði fram tillögu um áheyrnarfulltrúa í fastanefndum sveitarfélagsins.

"Lagt er til að þeir flokkar eða framboðsaðilar sem fulltrúa eiga í sveitarstjórn en hafa ekki fengið kjörna nefndarmenn í eina eða fleiri fastanefndir sveitarfélagsins geti tilnefnt til eins árs áheyrnarfulltrúa ásamt varamanni til setu í þeim fastanefndum sveitarfélagsins þar sem sá flokkur eða framboðsaðili hefur ekki fengið kjörinn fulltrúa, með málfrelsi og tillögurétt. Samkvæmt þessu verði áheyrnarfulltrúar tilnefndir í skipulags- og byggingarnefnd, fræðslunefnd, atvinnu- og ferðamálanefnd, félags- og tómstundanefnd, umhverfis- og samgöngunefnd, menningar- og kynningarnefnd og landbúnaðarnefnd."

Bjarni Jónsson

Stefán Vagn Stefánsson

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Jón Magnússon og Sigurjón Þórðarson, Bjarni Jónsson með leyfi varaforseta og Stefán Vagn Stefánsson kvöddu sér hljóðs.

Tillaga um áheyrnarfulltrúa var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Forseti leggur til að tilnefningar um áheyrnarfulltrúa verði lagðar fram á næsta byggðarráðsfundi. Samþykkt samhljóða.