Að beiðni Sigurjóns Þórðarsonar var rætt um ástand Sundlaugarinnar á Hofsósi og leiðir til að hraða úrbótum. Beiðninni fylgdi eftirfarandi greinargerð:
Það er ljóst að sundlaugin er mjög vinsæl og mikið notuð enda er umhverfi og útlitshönnun stórkostleg. Á þeim skamma tíma sem sundlaugin hefur verið starfrækt hafa komið í ljós gallar á húsnæðinu m.a. biluðum blöndunartæki, kanntar á veggjum farnir að molna og hurðir og innréttingar þola illa raka. Ég hef orðið þess áskynja að margir hafa hug á að leggja leið sína í rómaða sundlaug og er miður ef að við þeim tekur nýtt mannvirki, sem augljóslega þarf að sníða af ákveðna ágalla. Ég tel vera mikilvægt að fara sem fyrst í nauðsynlegar lagfæringar m.a. til þess að sundlaugin standi undir væntingum og verði ferðaþjónustunnni Skagafirði til sóma.
Sveitarstjóri kynnti þá vinnu sem er í gangi vegna þessa máls. Byggðarráð leggur áherslu á að úrbótum verði hraðað sem kostur er.
Að beiðni Sigurjóns Þórðarsonar var rætt um ástand Sundlaugarinnar á Hofsósi og leiðir til að hraða úrbótum. Beiðninni fylgdi eftirfarandi greinargerð:
Það er ljóst að sundlaugin er mjög vinsæl og mikið notuð enda er umhverfi og útlitshönnun stórkostleg. Á þeim skamma tíma sem sundlaugin hefur verið starfrækt hafa komið í ljós gallar á húsnæðinu m.a. biluðum blöndunartæki, kanntar á veggjum farnir að molna og hurðir og innréttingar þola illa raka. Ég hef orðið þess áskynja að margir hafa hug á að leggja leið sína í rómaða sundlaug og er miður ef að við þeim tekur nýtt mannvirki, sem augljóslega þarf að sníða af ákveðna ágalla. Ég tel vera mikilvægt að fara sem fyrst í nauðsynlegar lagfæringar m.a. til þess að sundlaugin standi undir væntingum og verði ferðaþjónustunnni Skagafirði til sóma.
Sveitarstjóri kynnti þá vinnu sem er í gangi vegna þessa máls. Byggðarráð leggur áherslu á að úrbótum verði hraðað sem kostur er.