Fara í efni

Fjölskyldustefna 2010 - 2014

Málsnúmer 1008036

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 161. fundur - 10.08.2010

Nefndin ákveður að halda áfram vinnu við gerð fjölskyldustefnu, sem komin var nokkuð á veg á síðasta kjörtímabili. Starfsmönnum falið að gefa nefndinni yfirlit um stöðu málsins á næsta fundi.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 525. fundur - 19.08.2010

Afgreiðsla 161. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 525. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 162. fundur - 24.08.2010

Rætt um vinnuferli við gerð fjölskyldustefnunnar. Ákveðið að halda vinnufund þriðjudaginn 12.október. Drög að starfsáætlunum Frístundasviðs og Félagsmálasviðs kynnt og rædd.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 267. fundur - 31.08.2010

Afgreiðsla 162. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 267. fundi sveitarstjórnar með sex atkvæðum.