Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

162. fundur 24. ágúst 2010 kl. 09:00 - 11:30 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Gunnar M Sandholt / María Björk Ingvadóttir félagsmálastjóri / frístundastjóri
Dagskrá

1.Ástand sundlauga í sveitarfélaginu

Málsnúmer 1008186Vakta málsnúmer

Bréfið lagt fram til kynningar og Frístundasviði falið að vinna málið áfram. Búið er að óska eftir námskeiði frá Heilbrigðiseftirliti fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja .

2.Fjölskyldustefna 2010 - 2014

Málsnúmer 1008036Vakta málsnúmer

Rætt um vinnuferli við gerð fjölskyldustefnunnar. Ákveðið að halda vinnufund þriðjudaginn 12.október. Drög að starfsáætlunum Frístundasviðs og Félagsmálasviðs kynnt og rædd.

3.Könnun á þjónustu sveitarfélaga við börn og barnafjölskyldur

Málsnúmer 1008143Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir þjónustuúrræði sveitarfélagsins fyrir börn og barnafjölskyldur. Yfirlitið hefur verið sent Velferðarvakt Félags- og tryggingamálaráðuneytisins og verður birt þar ásamt yfirliti fyrir önnur sveitarfélög

4.Afmælisráðstefna Jafnréttisstofu 2010

Málsnúmer 1008225Vakta málsnúmer

Fundarboð lagt fram.

5.Skýrsla velferðarhóps

Málsnúmer 1007076Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla starfshóps SSNV um mögulegt samstarf á sviði félagsþjónustu á Norðurlandi vestra ("velferðarhóps"), sem rædd verður á þingi SSNV nú um helgina.

Félags- og tómstundanefnd telur mikilvægt að sveitarfélögin á Norðurlandi vestra standi saman að faglegu samstarfi og pólitísku samráði um félagsþjónustu og aðra grunnþjónustu á svæðinu. Nefndin telur að skýrslan sé gagnlegt innlegg í þá umræðu en hvetur til að málið verði skoðað betur, m.a. kostnaðargreint, áður en ákvarðanir eru teknar um formlegt byggðasamlag um almenna félagsþjónustu. Jafnframt telur nefndin að skoða beri hliðstætt samráð um fleiri þætti velferðarþjónustunnar s.s. frístundamál og skólaþjónustu, en sveitafélagið hefur á undanförnum árum lagt áherslu á samþætta fjölskylduþjónustu og gerir enn.

Fundi slitið - kl. 11:30.