Fara í efni

Sandspyrnukeppni í landi Garðs

Málsnúmer 1008205

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 526. fundur - 26.08.2010

Lagt fram erindi frá Bílaklúbbi Akureyrar þar sem sótt er um leyfi fyrir því að fá að halda sandspyrnukeppni í landi Garðs, laugardaginn 28. ágúst n.k. í samstarfi við Bílaklúbb Skagafjarðar. Keppnin er liður í Íslandsmóti Akstursíþróttanefndar ÍSÍ/LÍA. Fyrir liggur leyfi landeiganda, umsögn Akstursíþróttanefndar ÍSÍ/LÍA og trygging mótsins af hálfu Sjóvár.

Byggðarráð samþykkir mótshaldið fyrir sitt leyti, svo fremi að öll nauðsynleg leyfi séu fyrir hendi.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 267. fundur - 31.08.2010

Afgreiðsla 526. fundar byggðarráðs staðfest á 267. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.