Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
1.Kjör fulltrúa á ársþing SSNV
Málsnúmer 1006100Vakta málsnúmer
2.Ársþing SSNV 2010
Málsnúmer 1002222Vakta málsnúmer
Málefni á dagskrá ársþings SSNV 2010, 27.-28. ágúst nk. rædd.
3.Stækkun friðlandsins í Þjórsárverum
Málsnúmer 0912040Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur frá Umhverfisstofnun, þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar í vinnuhóp um friðlýsingu Þjórsárvera.
Byggðarráð samþykkir að Sigríður Magnúsdóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins í vinnuhópnum.
4.Sandspyrnukeppni í landi Garðs
Málsnúmer 1008205Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Bílaklúbbi Akureyrar þar sem sótt er um leyfi fyrir því að fá að halda sandspyrnukeppni í landi Garðs, laugardaginn 28. ágúst n.k. í samstarfi við Bílaklúbb Skagafjarðar. Keppnin er liður í Íslandsmóti Akstursíþróttanefndar ÍSÍ/LÍA. Fyrir liggur leyfi landeiganda, umsögn Akstursíþróttanefndar ÍSÍ/LÍA og trygging mótsins af hálfu Sjóvár.
Byggðarráð samþykkir mótshaldið fyrir sitt leyti, svo fremi að öll nauðsynleg leyfi séu fyrir hendi.
5.Mýrakot 146570 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.
Málsnúmer 1008188Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar tilkynning frá sýslumanninum á Sauðárkróki um sölu á jörðinni Mýrakoti, landnr. 146570. Seljandi er Ríkissjóður Íslands. Kaupandi er Ragnheiður Jónsdóttir.
6.Könnun á þjónustu sveitarfélaga við börn og barnafjölskyldur
Málsnúmer 1008143Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr könnun félags- og tryggingamálaráðuneytisins á þjónustu sveitarfélaga við börn og barnafjölskyldur. Félags- og tómstundanefnd tók málið fyrir á 162. fundi sínum.
Fundi slitið - kl. 08:58.
Samkvæmt lögum SSNV á Sveitarfélagið Skagafjörður rétt á 12 fulltrúum á ársþingi SSNV 2010. Á eftir að tilnefna 12. fulltrúann.
Byggðarráð samþykkir að Guðmundur Guðlaugsson verði fulltrúi sveitarfélagsins á ársþingi SSNV 27.-28. ágúst 2010.