Leikskólarými á Hofsósi
Málsnúmer 1009006
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 268. fundur - 21.09.2010
Afgreiðsla 61. fundar fræðslunefndar staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með sjö atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson óska bókað að þau sitji hjá.
Lagður fram tölvupóstur frá Jóni Hilmarssyni, skólastjóra Grunnskólans austan Vatna, þar sem hann lýsir áhyggjum sínum vegna fyrirsjáanlegs biðlista í leikskólanum á Hofsósi frá og með skólaárinu 2011. Nú eru þar 16 börn og ljóst þykir að ekki er hægt að bæta við fleiri börnum við núverandi húsnæðisaðstæður. Fræðslunefnd samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.