Biðlisti í Árvist
Málsnúmer 1009031
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 268. fundur - 21.09.2010
Afgreiðsla 61. fundar fræðslunefndar staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með sjö atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson óska bókað að þau sitji hjá.
Fræðslustjóri lagði fram minnisblað um biðlista við Árvist. Þar eru nú 76 börn. Á biðlista eru 10 börn. Fræðslunefnd samþykkir að ráða starfsmann í 50% starf til að mæta biðlistanum.Vistunargjöld standa að mestu leyti undir launakostnaði þessa starfsmanns. Málefni Árvistar vísað að öðru leyti til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.