Starfsemi Héraðsskjalasafns Skagfirðinga
Málsnúmer 1009039
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 268. fundur - 21.09.2010
Afgreiðsla 47. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með sex atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Jón Magnússon og Sigríður Svavarsdóttir óska bókað að þau sitji hjá.
Unnar Ingvarsson héraðsskjalavörður kynnti starfsemi Héraðsskjalasafnsins og ársskýrslu þess fyrir árið 2009. Fyrirspurnum og heimsóknum á safnið fjölgaði umtalsvert á síðasta ári og safninu barst mikið magn gagna. Á safninu starfa þrír starfsmenn í 2,3 stöðugildum, auk þess sem 12 manns störfuðu við skráningu skjala og manntala samkvæmt sérstökum samningi við Þjóðskjalasafn Íslands, undir verkstjórn héraðsskjalavarðar.
Rætt var sérstaklega um áðurnefnt skráningarverkefni sem unnið er í samráði við Þjóðskjalasafn, en óvissa er um framtíð þess á næsta ári vegna fjárveitinga.