Menningar- og kynningarnefnd
1.Viðhald Safnshúss Skagfirðinga
Málsnúmer 1009041Vakta málsnúmer
2.Starfsemi Héraðsskjalasafns Skagfirðinga
Málsnúmer 1009039Vakta málsnúmer
Unnar Ingvarsson héraðsskjalavörður kynnti starfsemi Héraðsskjalasafnsins og ársskýrslu þess fyrir árið 2009. Fyrirspurnum og heimsóknum á safnið fjölgaði umtalsvert á síðasta ári og safninu barst mikið magn gagna. Á safninu starfa þrír starfsmenn í 2,3 stöðugildum, auk þess sem 12 manns störfuðu við skráningu skjala og manntala samkvæmt sérstökum samningi við Þjóðskjalasafn Íslands, undir verkstjórn héraðsskjalavarðar.
Rætt var sérstaklega um áðurnefnt skráningarverkefni sem unnið er í samráði við Þjóðskjalasafn, en óvissa er um framtíð þess á næsta ári vegna fjárveitinga.
3.Starfsemi Héraðsbókasafns Skagfirðinga
Málsnúmer 1009042Vakta málsnúmer
Þórdís Friðbjörnsdóttir héraðsbókavörður kynnti starfsemi Héraðsbókasafnsins og ársskýrslu þess fyrir árið 2009. Á safninu starfa þrír starfsmenn í 2,75 stöðugildum. Gestum hefur fjölgað jafnt og þétt en um 10.000 manns sóttu safnið á árinu 2009. Millisafnalán og upplýsingaþjónusta við nema, ekki síst fjarnema, hefur einnig aukist.
Rætt var sérstaklega um aðgengismál á safninu sem eru algjörlega óviðunnandi.
Fundi slitið - kl. 17:00.
Guðmundur Þór Guðmundsson frá tæknideild sveitarfélagsins kom til fundarins. Rætt var um ástand Safnahússins, en brýn þörf er á því að húsið verði endurbætt til að tryggja öryggi þeirra bóka og skjala sem varðveitt er í húsinu. Eins er mikilvægt að bæta úr aðgengismálum á bókasafninu, en þau eru óviðunnandi þar sem safnið er á annarri hæð og engin lyfta í húsinu. Farið var í skoðunarferð um húsið og ástand þess skoðað.
Nefndin beinir því til Eignasjóðs að unnin verði kostnaðaráætlun fyrir breytingar á húsinu sem hefðu það að markmiði að bókasafnið yrði fært niður á jarðhæð og skjalasafnið upp á aðra hæð, um leið og nauðsynlegir viðhaldsliðir eins og gluggar, lagnir og brunavarnarkerfi verði tekið til athugunar. Stefnt skuli að því að unnin verði áætlun til 3-4 ára um það hvernig ráðast megi í þessar framkvæmdir.