Fara í efni

Starfsemi Héraðsbókasafns Skagfirðinga

Málsnúmer 1009042

Vakta málsnúmer

Menningar- og kynningarnefnd - 47. fundur - 08.09.2010

Þórdís Friðbjörnsdóttir héraðsbókavörður kynnti starfsemi Héraðsbókasafnsins og ársskýrslu þess fyrir árið 2009. Á safninu starfa þrír starfsmenn í 2,75 stöðugildum. Gestum hefur fjölgað jafnt og þétt en um 10.000 manns sóttu safnið á árinu 2009. Millisafnalán og upplýsingaþjónusta við nema, ekki síst fjarnema, hefur einnig aukist.

Rætt var sérstaklega um aðgengismál á safninu sem eru algjörlega óviðunnandi.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 268. fundur - 21.09.2010

Afgreiðsla 47. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með sex atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Jón Magnússon og Sigríður Svavarsdóttir óska bókað að þau sitji hjá.