Starfsemi Héraðsbókasafns Skagfirðinga
Málsnúmer 1009042
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 268. fundur - 21.09.2010
Afgreiðsla 47. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með sex atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Jón Magnússon og Sigríður Svavarsdóttir óska bókað að þau sitji hjá.
Þórdís Friðbjörnsdóttir héraðsbókavörður kynnti starfsemi Héraðsbókasafnsins og ársskýrslu þess fyrir árið 2009. Á safninu starfa þrír starfsmenn í 2,75 stöðugildum. Gestum hefur fjölgað jafnt og þétt en um 10.000 manns sóttu safnið á árinu 2009. Millisafnalán og upplýsingaþjónusta við nema, ekki síst fjarnema, hefur einnig aukist.
Rætt var sérstaklega um aðgengismál á safninu sem eru algjörlega óviðunnandi.