Fara í efni

Hafnarvog Hofsóshöfn

Málsnúmer 1009122

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 65. fundur - 17.02.2011

Gunnar Steingrímsson gerði grein fyrir að bílavogin við Þangstaði í Hofsósi sé biluð og ekki svari kostnaði að endurnýja hana. Höfnin á vog sem notuð er í Hofsósi og fullnægir þörfum hafnarinnar. Þá gerði Gunnar grein fyrir að ekki sé lengur þörf að eiga húsið Þangstaði vegna starfsemi hafnarinnar. Samþykkt að afleggja bílavogina, skoða með möguleika á að selja húsið og nýtanlega hluti vogarinnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 275. fundur - 22.02.2011

Afgreiðsla 65. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 275. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.