Fara í efni

Erindi vegna Bangsabæjar

Málsnúmer 1009163

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 62. fundur - 13.10.2010

Lagt fram erindi frá foreldrum í Fljótum þar sem óskað er eftir leikskólinn verði opinn 5 daga í viku en ekki 4 daga eins og nú er. Erindi þetta kom til umfjöllunar á síðasta ári, en þá var ákveðið að lengja opnunartímann þessa 4 daga um eina klukkustund en ekki fjölga dögum. Fræðslunefnd samþykkir að fresta afgreiðslu málsins þar til séð verður hver fjárhagsrammi málaflokksins verður við komandi fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2011.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 533. fundur - 28.10.2010

Lagt fram erindi frá foreldrum í Fljótum þar sem óskað er eftir leikskólinn verði opinn 5 daga í viku en ekki 4 daga eins og nú er. Erindið var á dagskrá 62. fundar fræðslunefndar og afgreiðslu þess frestað sökum óvissu um fjármögnun verkefnisins.

Byggðarráð samþykkir að færa fjármuni af málaflokki 21890 á málaflokk 04115 sem duga fyrir áætluðum kostnaði út árið 2010, samkvæmt minnisblaði fræðslustjóra og miðað við opnun fimm daga í viku. Varðandi næsta ár þá er erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2011.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 271. fundur - 02.11.2010

Afgreiðsla 533. fundar byggðaráðs staðfest á 271. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 271. fundur - 02.11.2010

Afgreiðsla 62. fundar fræðslunefndar staðfest á 271. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.