Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

62. fundur 13. október 2010 kl. 14:30 - 16:00 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir fræðslustjóri
Dagskrá

1.Erindi vegna Bangsabæjar

Málsnúmer 1009163Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá foreldrum í Fljótum þar sem óskað er eftir leikskólinn verði opinn 5 daga í viku en ekki 4 daga eins og nú er. Erindi þetta kom til umfjöllunar á síðasta ári, en þá var ákveðið að lengja opnunartímann þessa 4 daga um eina klukkustund en ekki fjölga dögum. Fræðslunefnd samþykkir að fresta afgreiðslu málsins þar til séð verður hver fjárhagsrammi málaflokksins verður við komandi fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2011.

2.Formleg afhending nýja leikskólans

Málsnúmer 1010075Vakta málsnúmer

Ráðgert er að opna nýja leikskólann formlega þann 23. október n.k.

3.Ósk um að ráða stuðningsfulltrúa í 50% starf við G.a.V., Hofsósi

Málsnúmer 1010074Vakta málsnúmer

Skólastjóri Grunnskólans austan Vatna hefur óskað eftir að fá að ráða stuðningsfulltrúa í 50% starf vegna aukinnar stuðningsþarfar. Fræðslunefnd samþykkir að heimila að ráðinn verði starfsmaður í allt að 50% starf í samráði við sálfræðing og sérkennslufulltrúa sveitarfélagsins.

4.Fjöldi nemenda Tónlistarskóla Skagafjarðar 2010-2011

Málsnúmer 1010084Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar frá Tónlistarskóla Skagafjarðar um nemendafjölda. Samkvæmt þeim fækkar nemendum um u.þ.b. 50 á milli ára. Fræðslunefnd óskar eftir frekari upplýsingum um aldursskiptingu nemenda milli ára. Samþykkt að auglýsa lausa tíma í tónlistarnámi.

5.Rekstur fræðslumála 10.10.10

Málsnúmer 1010098Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir rekstur málaflokks 04, fræðslumála. Rekstur málaflokksins er innan marka fjárhagsáætlunar m.v. 10. október 2010

6.Úttektir á leik- og grunnskólum

Málsnúmer 1008322Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, þar sem tilkynnt er að Árskóli sé meðal þeirra þriggja grunnskóla sem valdir hafa verið til ytri úttektar. 38 umsóknir frá 17 sveitarfélögum bárust um úttekt sem fara á fram á tímabilinu október til desember.

7.Velferðarvaktin

Málsnúmer 1009038Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Velferðarvaktinni (félags- og tryggingamálaráðuneytinu), þar sem því er beint til sveitarstjórna og skólanefnda að huga sérstaklega að líðan barna í upphafi skólaárs. Sérstaklega er tekið fram að kostnaði við kaup á skólavörum og þátttöku í frístundastarfi sé haldið í lágmarki og tryggt að kostnaður heimilanna vegna skólastarfs hindri í engu þátttöku barna í leik og starfi.

8.Beiðni um styrk

Málsnúmer 1009127Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Íþróttasambandi lögreglumanna þar sem farið er fram á styrk vegna útgáfu bæklings sem inniheldur fræðsluefni um umferðarmál og er ætlaður 6 ára börnum. Óskað er eftir 30.000 króna framlagi sveitarfélagsins vegna þessa. Fræðslunefnd samþykkir að verða ekki við beiðninni.

Fundi slitið - kl. 16:00.