Fara í efni

Tilmæli vegna ráðningar starfsmanna

Málsnúmer 1009199

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 530. fundur - 07.10.2010

Lagt fram til kynningar. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið sendir tilmæli til sveitarstjórna vegna reglna um ráðningar starfsmanna sveitarfélaga. Ráðuneytið mælist til þess að sveitarfélög landsins taki eftirfarandi atriði til skoðunar:

  1. Hafi sveitarstjórnin framselt vald sitt til að ráða í helstu stjórnunarstöður, skv. 1. mgr. 56. gr., skal ganga úr skugga um að kveðið sé á um framsalið í samþykkt um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins.
  2. Kveði samþykktir sveitarfélagsins ekki á um hverjir sjái um ráðningar annarra starfsmanna ber að bæta úr því eða gefa almenn fyrirmæli um hvernig staðið skuli að ráðningum.

Tekið er á þessum atriðum í samþykktum sveitarfélagsins um stjórn og fundarsköp. Nánar tiltekið í V. kafla, greinum 55. - 57.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 271. fundur - 02.11.2010

Afgreiðsla 530. fundar byggðaráðs staðfest á 271. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.