Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
1.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2010
Málsnúmer 1010030Vakta málsnúmer
2.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2010
Málsnúmer 1010005Vakta málsnúmer
Lagt fram boð um ársfund Jöfnunarsjóð sveitarfélaga 2010, sem verður haldinn 15. október 2010, kl. 12:00 í Reykjavík, í framhaldi af fjármálaráðstefnu sveitarfélaga.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri sitji fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
3.Fundur með fjárlaganefnd haustið 2010
Málsnúmer 1009072Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis þar sem fram kemur að fundur fulltrúa sveitarfélagsins og fjárlaganefndar hafi verið ákveðinn föstudaginn 15. október 2010, kl. 16:40.
Samþykkt að sveitarstjóri, byggðarráðsfulltrúar og áheyrnarfulltrúar í byggðarráði sæki þennan fund.
4.Byggðakvóti fiskveiðiársins 2010/2011
Málsnúmer 1009198Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti þar sem sveitarstjórnum er gefinn kostur á að sækja um byggðakvóta, fyrir fiskveiðiárið 2010/2011, á grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006, með síðari breytingum. Umsóknarfrestur um byggðakvóta er til 15. október 2010.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs að senda inn umsókn um byggðakvóta.
5.Beiðni um styrk vegna undirbúnings málþings
Málsnúmer 1009078Vakta málsnúmer
Lögð fram bókun 67. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar, þar sem óskað er eftir 300 þús.kr. styrk til að standa straum af kostnaði við málþingið.
Byggðarráð samþykkir að veita styrk til verkefnisins allt að upphæð 300.000 kr. af fjárhagslið 21890.
6.Lauftún 146056 - Umsagnarbeiðni rekstarleyfi
Málsnúmer 1009211Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Indu Indriðadóttur, Lauftúni um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Lauftún og Húsey, gistileyfi með morgunmat.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
7.Viðhald Safnahúss Skagfirðinga
Málsnúmer 1009041Vakta málsnúmer
Á 47. fundi menningar- og kynningarnefndar var m.a. bókað: "Nefndin beinir því til Eignasjóðs að unnin verði kostnaðaráætlun fyrir breytingar á húsinu sem hefðu það að markmiði að bókasafnið yrði fært niður á jarðhæð og skjalasafnið upp á aðra hæð, um leið og nauðsynlegir viðhaldsliðir eins og gluggar, lagnir og brunavarnarkerfi verði tekið til athugunar. Stefnt skuli að því að unnin verði áætlun til 3-4 ára um það hvernig ráðast megi í þessar framkvæmdir."
Byggðarráð samþykkir að áætlunin verði unnin og vísar erindinu að öðru leiti til gerðar fjárhagsáætlunar 2011
8.Tilmæli vegna ráðningar starfsmanna
Málsnúmer 1009199Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið sendir tilmæli til sveitarstjórna vegna reglna um ráðningar starfsmanna sveitarfélaga. Ráðuneytið mælist til þess að sveitarfélög landsins taki eftirfarandi atriði til skoðunar:
- Hafi sveitarstjórnin framselt vald sitt til að ráða í helstu stjórnunarstöður, skv. 1. mgr. 56. gr., skal ganga úr skugga um að kveðið sé á um framsalið í samþykkt um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins.
- Kveði samþykktir sveitarfélagsins ekki á um hverjir sjái um ráðningar annarra starfsmanna ber að bæta úr því eða gefa almenn fyrirmæli um hvernig staðið skuli að ráðningum.
Tekið er á þessum atriðum í samþykktum sveitarfélagsins um stjórn og fundarsköp. Nánar tiltekið í V. kafla, greinum 55. - 57.
Fundi slitið - kl. 09:49.
Árleg fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin fimmtudaginn 14. og föstudaginn 15. október 2010 á Hilton Reykjavík Nordica hóteli.
Byggðarráð samþykkir að byggðarráðsfulltrúar, áheyrnarfulltrúar í ráðinu og þeir sveitarstjórnarfulltrúar sem vilja, sæki ráðstefnuna ásamt sveitarstjóra og fjármálastjóra.