Fara í efni

Eyrartún 2 (176237)-Fyrirsp. um byggingarleyfi

Málsnúmer 1010023

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 215. fundur - 06.10.2010

Hörður Knútsson   kt. 141273-4189 eigandi einbýlishúss sem stendur á lóðinni nr. 2 við Eyrartún á Sauðárkróki leitar hér með umsagnar Skipulags-og byggingarnefndar Skagafjarðar  vegna fyrirhugaðra breytinga á framangreindu íbúðarhúsi. Fyrirhugaðar breytingar varða viðbyggingu við húsið og byggingu stoðveggja á lóð. Meðfylgjandi eru fyrirspurnaruppdrættir gerðir á Stoð ehf. Verkfræðistofu og eru þeir dagsettir 23. september 2010. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og mun grendarkynna það þegar aðaluppdrættir liggja fyrir. 

 

 

 

 

                                                                      

Skipulags- og byggingarnefnd - 219. fundur - 08.12.2010

Eyrartún 2, Fyrirspurn um byggingarleyfi. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 6.10.2010, þar sem ákvörðun var tekin um að grenndarkynna erindið. Eigendum eftirtalinna húsa sent erindið til umsagnar. Gilstúni 5 og 7. Fellstúni 1. Fellstúni 2 og Eyrartúni 4.   Umsögn barst frá eigenda Eyrartúns 4 þar sem fram kemur að ekki séu gerðar athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir. Frá öðrum hafa ekki borist umsagnir. Skipulags-og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við framangreindar framkvæmdir.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 273. fundur - 21.12.2010

Afgreiðsla 219. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 273. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.