Skipulags- og byggingarnefnd
1.Laufskálar lóð - Umsókn um nafnleyfi
Málsnúmer 1009216Vakta málsnúmer
2.Starrastaðir land 216379-Umsókn um nafnleyfi
Málsnúmer 1010013Vakta málsnúmer
Linda Hlín Sigbjörnsdóttir kt. 040963-3329 þinglýstur eigandi lóðar með landnúmerið 216379 úr landi Starrastaða í Skagafirði, landnúmer 146225, óskar heimildar skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar til að nefna lóðina og íbúðarhúsið sem á lóðinni stendur Laugamel. Erindið samþykkt
3.Lauftún 146056 - Umsagnarbeiðni rekstarleyfi
Málsnúmer 1009211Vakta málsnúmer
Umsögn um rekstrarleyfi. Fyrir liggur beiðni frá embætti sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 28. september sl., um umsögn Skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar Indu Indriðadóttur kt. 150731-2169. Hún sækir um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Lauftún og Húsey, gistileyfi með morgunmat. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
4.Stóra-Seyla (146071) - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1009179Vakta málsnúmer
Guðmundur Þór Guðmundsson kt. 200857-5269 eigandi jarðarinnar Stóra Seyla (landn 146071) sækir um leyfi til að breyta votheysturni í geymslu samkvæmt framlögðum aðaluppdráttum gerðum af honum sjálfum. Þá er á grundvelli sömu gagna óskað heimildar til að reisa garðhýsi, 8,75 ferm, austan við íbúðarhúsið. Erindið samþykkt.
5.Tröð 145932 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1009155Vakta málsnúmer
6.Skógargata 17b - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1007092Vakta málsnúmer
Kristján Már Kárason kt. 040852-3879 eigandi Skógargötu 17 b Sauðárkróki sækir um leyfi fyrir breytingu á áður samþykktum aðaluppdráttum. Breytingin felst í breytingu á viðbyggingu og hækkun á kjallara. Meðfylgjandi aðaluppdrættir dagsettir 10. júlí 2010 og breytt 25.09.2010 eru gerðir af Pétri Erni Björnssyni atkitekt. Erindið samþykkt.
7.Eyrarvegur 16(143287)-Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1010012Vakta málsnúmer
Jón Eðvald Friðriksson fh FISK-Seafood hf sækir um leyfi til stækkunar á vélasal frystihússins til vesturs inn á varahlutalager. Einnig er sótt um leyfi til að setja hurð á útvegg í vestur og koma fyrir nýrri frystivél. Meðfylgjandu uppdrættir eru gerðir á Stoð ehf verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni og eru dagsettir 1. október 2010. Erindið samþykkt.
8.Dalatún 9(143269) - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1009129Vakta málsnúmer
Undirritaðir eigendur einbýlahúss með fastanúmerið 213-1370 sem stendur á lóð nr. 9 við Dalatún á Sauðárkróki, sækja hér með um leyfi tileftirfarandi framkvæmda. Leyfi til byggja skjólvegg á norðurmörkum lóðar við opið svæði sveitarfélagsins. Mesta hæð veggjar verður um 1,5 m frá jörð. Leyfi til að breikka innkeyrslu að bílastæði til suðurs ásamt því að laga aðkomu að aðalinngangi hússins. Byggja verönd á lóðinni ásamt því að koma fyrir setlaug á veröndinni. Meta hæð skjólveggja verður 1.9 m frá jörð. Leyfi til að byggja garðhús á lóðinni. Allt samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Vegna setlauga á lóðum vill skipulags og byggingarnefnd sérstaklega bóka eftirfarandi.Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað. Skipulags- og byggingarnefnd árettar fyrri samþykktir sveitarfélagsins varðandi kostnað vegna lagna og bílastæða á lóð sveitarfélagsins.
9.Miðgarður 146122 - Umsókn um byggingar-og framkvæmdaleyfi.
Málsnúmer 1010002Vakta málsnúmer
Guðmundur Þór Guðmundsson fh eingarsjóðs sveitarfélagins Skagafjarðar og Agnar Gunnarsson fh Akrahrepps sækja um leyfi til að breyta aðkomu að húsinu að vestanverðu og fara í endurbætur og breytingar á lóð samkvæmt framlögðum uppdráttum gerðum af tæknideild sveitarfélagsins skagafjarðar Guðmundi Þór Guðmundssyni og dagsettir eru 28. september 2010. Erindið samþykkt.
10.Skagfirðingabraut 31-umsókn um innkeyrslu á lóð
Málsnúmer 1010010Vakta málsnúmer
Snorri Snorrason kt. 200562-5349 og Freyja Rós Ásdísardóttir kt. 270574-5139 eigendur einbýlahúss sem stendur á lóð nr. 29 við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki, sækja hér með um leyfi til að gera innkeyrslu á lóðina frá Skagfirðingabraut. Til vara er sótt um að leyfi til að gera bílastæði á lóðinni með aðkomu frá innkeyrslu að Skagfirðingabraut 33. Meðfylgjandi eru gögn sem sýna fyrirhugaðar framkvæmdir. Erindið samþykkt. Breidd innkeyrslu 3 m.
11.Jöklatún 22 - erindi frá leigjanda
Málsnúmer 1009049Vakta málsnúmer
Á fundi byggðarráðs þann 9 september sl. var lagt fram bréf frá Önnu Jónu Guðmundsdóttur, leigjanda Jöklatúns 22, Skr. þar sem hún annars vegar óskar eftir viðræðum um kaup á fasteigninni og hins vegar óskar eftir leyfi til að setja á eigin kostnað, rafmagnsnuddpott á lóð fasteignarinnar. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við að rafmagnspotturinn verði settur á lóð Jöklatúns 22 og vísar þeim hluta erindisins til afgreiðslu skipulags- og byggingnefndar. Meðfylgjandi erindinum er uppdráttur sem sýnir fyrirhugaða framkvæmd. Erindið samþykkt.Vegna setlauga á lóðum vill skipulags og byggingarnefnd sérstaklega bóka eftirfarandi.Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað
12.Tilkynningaskyldar jarðboranir
Málsnúmer 1010007Vakta málsnúmer
Bréf Orkustofnunar dagsett 29. september sl lagt fram. Þar er vakin athygli á ákvæðum laga nr. 57/1998 um rannsóknir á auðlindum í jörðu og tilkynningarskyldu slíkra framkvæmda til Orkustofnunar.
13.Faxatorg 143321 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1010018Vakta málsnúmer
Sindri Sveinbjörnsson byggignartæknifræðingur fh Arion banka sækir um keyfi til að merkja hús Arionbanka við Faxatorg á Sauðárkróki í samræmi við upplýsingar á meðfylgjandi gögnum. Erindið samþykkt
14.Eyrartún 2 (176237)-Fyrirsp. um byggingarleyfi
Málsnúmer 1010023Vakta málsnúmer
15.Hof Höfðaströnd - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 0807019Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 09:46.
Leó Viðar Leósson kt 071153-5419 og Ragnheiður Guðrún Hreinsdóttir kt. 0405059-3459 þinglýstir eigendur lóðar með landnúmer 219325 óska heimildar skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar til að nefna lóðina og íbúðarhúsið sem á lóðinni stendur Laufkot. Umrædd lóð er úr landi Laufskála í Hjaltadal. Eindið samþykkt.