Umsögn um frumvörp til laga um mannvirki og brunavarnir
Málsnúmer 1010162
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 272. fundur - 30.11.2010
Afgreiðsla 217. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 272. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Lagt fram erindi frá nefndarsviði Alþingis, móttekið 22. október 2010, varðandi umsagnir um frumvörp til laga um mannvirki, og um brunavarnir. Óskað er eftir að umsagnir berist fyrir 5. nóvember nk. Frumvörp þessi voru lögð fram á síðasta þingi og eru nú endurflutt óbreytt. Skipulags- og byggingarnefnd sendi umsögn um frumvörpin í apríl sl. Skipulags og - byggigarnefnd áréttar fyrri umsögn skipulags- og byggingarnendar um frumvarpið og leggur til að frumvarpið í núverandi formi verði dregið til baka. Nefndin telur að samþykkt frumvarpsins verði verulega kostnaðaríþyngjandi fyrir þegna landsins og stuðli að aukinni miðstýringu.