Skipulags- og byggingarnefnd
1.Umsögn um frumvörp til laga um mannvirki og brunavarnir
Málsnúmer 1010162Vakta málsnúmer
2.Birkihlíð 33 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1010266Vakta málsnúmer
Birkihlíð 33 umsókn um byggingarleyfi. Sveinn Sigfússon kt. 050846-4239 eigandi einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 33 við Birkihlíð á Sauðárkróki sækir með bréfi dagsettu 29.10.2010 um leyfi til að byggja við húsið. Framlagðir uppdrættir gerðir af Arkitektúr og rágjöf Bjarna Reykjalín arkitekt kt 070149- 3469 og eru þeir dagsettir 30.10.2010. Erindið samþykkt.
3.Hesteyri 1-Umsókn um stöðu/byggingarleyfi
Málsnúmer 1010206Vakta málsnúmer
Hesteyri 1, umsókn um stöðuleyfi. Steingrímur Garðarsson kt. 2706282149 fh. Lundhöfða ehf 421106-2150 og Þorvaldur Steingrímsson kt. 080359-3739 sækja með bréfi dagsettu 28.10.2010, um leyfi til að flytja og staðsetja tímabundið, sumarhús á lóðina númer 1 við Hesteyri á Sauðárkróki. Húsið sem um ræðir er í byggingu á lóðinni númer 8-10 við Óseyrarbraut í Hafnarfirði. Fyrirhugað er að flytja húsið fokhelt og koma því fyrir á lóðinni númer 1 við Hesteyri og vinna þar að innri frágangi þess. Þaðan mun húsið verða flutt á lóð með landnúmerið 219626 sem skipt hefur verið út úr jörðinni Hellulandi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir stöðuleyfi fyrir sitt leiti og vísar erindinu til umsagnar Umhverfis- og samgöngunefndar.
4.Laugarból 146191-Lóðarmál
Málsnúmer 1010205Vakta málsnúmer
Laugarból lóðarmál. Fyrir liggur tillaga frá skipulags- og byggingarfulltrúa um stofnun lóðar í landi Laugarbóls 146191. Lóðin sem um ræðir er fyrir þegar byggt dæluhús Skagafjarðarveitna. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa og felur honum að ganga frá lóðarleigusamningi vegna lóðarinnar.
5.Árgarður 146192-Umsókn um afmörkun lóðar
Málsnúmer 1010204Vakta málsnúmer
Lagðar fram tillögur Skipulags- og byggingarfulltrúa að lóð fyrir Árgarð í Steinstaðahverfi. Skipulags-og byggingarnefnd felur tæknideild að fullvinna framlagðan uppdrátt, á grundvelli þessara gagna jafnframt því að gera lóðarsamning við hlutaðeigandi.
6.Hofsós 218098-Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1010203Vakta málsnúmer
Elsa Stefánsdóttir, Gunnar Atli Gunnarsson og Sonja Sig Jóhannsdóttir sækla um leyfi til að staðsetja pylsuvagn við Suðurbraut á Hofsósi samkvæmt meðfylgjandi gögnum sem greina staðsetningu. Með vísan til umferðaröryggis fellst skipulags- og byggingarnefnd felst ekki á framangreinda staðsetningu.
7.Hofsstaðir 146408-Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1010150Vakta málsnúmer
Þórólfur Sigjónsson, fh Hofstaða ehf sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun á kartöflugeymslu á Hofsstöðum, samkvæmt framlögðum aðaluppdráttumgerðum af Magnúsi Sigsteinssyni hjá Bændasamtölum Íslands. Breyttit uppdrættir dagsettir 28.10.2010. Erindið samþykkt.
8.Aðalgata 9(143113) - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1009103Vakta málsnúmer
Aðalgata 9 Sauðárkróki. Erindi áður á dagskrá 214 fundar skipulags- og byggingarnefndar og þá bókað. "Sigrún Hrönn Pálmadóttir kt. 160165-4139 eigandi neðri hæðar hússins Aðalgata 9 á Sauðárkróki og Gunnar Pétursson kt. 030547-4469 fh, Gunnars og Kjartans ehf kt. 531075-1115 sem eru eigendur efri hæðarinnar sækja um leyfi til að breyta útliti hússins. Breytingin felst í að skipta um alla glugga, einangra og klæða húsið að utan. Einangrað verður með 100 mm þéttiull í burðargrind hússins. Á burðargrind kemur 12 mm krossviður og lofunargrind sem klætt verður á lárétta viðarklæðningu. Fyrir liggur minnisblað frá skoðun Guðmundar Lúters Hafsteinssonar hjá Húsafriðunarnefnd sem skoðaði húsið að beiðni eigenda þann 18. ágúst sl. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og tekur það fyrir að nýju þegar fullnægjandi aðaluppdrættir liggja fyrir."
Nú liggja fyrir fullgerðið aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf verkfræðistofu af dagsettir í október 2010 og umsagnir hlutaðeigandi aðila. SSkipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.
9.Þúfur 146606 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1010078Vakta málsnúmer
Mette Camilla Moe Mannseth kt. 100475-2199 þinglýstur eigandi jarðarinnar Þúfur í Óslandshlíð landnr. 146606) sækir hér með eftir leyfi til byggingar reiðskemmu og tengigangs að hesthúsi, skv. meðfylgjandi aðaluppdráttum gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdrátta er A-101 og A-102 í verki nr. 7559, dags. 28. október 2010. Erindið samþykkt.
10.Þrastarlundur land 196067 - Umsókn um nafnleyfi.
Málsnúmer 1011008Vakta málsnúmer
Þrastarlundur land 196067. Katrín Eydís Hjörleifsdóttir kt. 011169-3689 eigandi sumarhúsalandsins Þrastarlundur land, 196067, sækir með bréfi dagsettu 2.11.2010 um að fá að nefna landið og frístundahús sem á landinu stendur Lækjardal. Erindið samþykkt.
Fundi slitið - kl. 10:03.
Lagt fram erindi frá nefndarsviði Alþingis, móttekið 22. október 2010, varðandi umsagnir um frumvörp til laga um mannvirki, og um brunavarnir. Óskað er eftir að umsagnir berist fyrir 5. nóvember nk. Frumvörp þessi voru lögð fram á síðasta þingi og eru nú endurflutt óbreytt. Skipulags- og byggingarnefnd sendi umsögn um frumvörpin í apríl sl. Skipulags og - byggigarnefnd áréttar fyrri umsögn skipulags- og byggingarnendar um frumvarpið og leggur til að frumvarpið í núverandi formi verði dregið til baka. Nefndin telur að samþykkt frumvarpsins verði verulega kostnaðaríþyngjandi fyrir þegna landsins og stuðli að aukinni miðstýringu.