Fara í efni

Leyfi fyrir endurocross

Málsnúmer 1011042

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 535. fundur - 12.11.2010

Lagt fram bréf frá Vélhjólaklúbb Skagafjarðar og Flugu ehf., þar sem sótt er um leyfi sveitarfélagsins til að halda Íslandsmót í "endurocross" í Reiðhöllinni Svaðastöðum, 20. nóvember 2010. Skv. 17. gr. reglugerðar nr. 507/2007 um æfinga og keppnissvæði skal sveitarstjórn veita leyfi fyrir svæði til æfinga- og aksturskeppni.

Byggðarráð samþykkir að veita leyfi fyrir keppninni, svo fremi að önnur skilyrði fyrir mótinu séu uppfyllt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 272. fundur - 30.11.2010

Afgreiðsla 535. fundar byggðaráðs staðfest á 272. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.