Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

535. fundur 12. nóvember 2010 kl. 09:45 - 11:50 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2011

Málsnúmer 1009043Vakta málsnúmer

Unnið með gögn vegna fjárhagsáætlunar 2011.

Samþykkt að leggja fram fjárhagsramma fyrir árið 2011 sem gerir ráð fyrir að aðalsjóður verði rekinn með 15 milljón króna rekstrarafgangi og A-hluti samtals með 21 milljón króna halla. Samstæða A og B hluta verði rekin með 16.190 þús. króna rekstrarafgangi.

2.Stuðningur við rekstur sundlaugar

Málsnúmer 1011056Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi undirritað af fulltrúum íbúa að Hólum í Hjaltadal, Starfsmannafélags Hólaskóla og Nemendafélags Hólaskóla, þar sem farið er þess á leit að sveitarfélagið styrki rekstur sundlaugarinnar að Hólum yfir vetrarmánuðina með framlagi sem dugi fyrir kostnaði við kaup á laugarvatni og klór. Er það af bréfriturum talið vera um 1,2 milljónir króna fyrir tímabilið.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir frekari gögnum varðandi rekstur sundlaugarinnar.

3.Leyfi fyrir endurocross

Málsnúmer 1011042Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Vélhjólaklúbb Skagafjarðar og Flugu ehf., þar sem sótt er um leyfi sveitarfélagsins til að halda Íslandsmót í "endurocross" í Reiðhöllinni Svaðastöðum, 20. nóvember 2010. Skv. 17. gr. reglugerðar nr. 507/2007 um æfinga og keppnissvæði skal sveitarstjórn veita leyfi fyrir svæði til æfinga- og aksturskeppni.

Byggðarráð samþykkir að veita leyfi fyrir keppninni, svo fremi að önnur skilyrði fyrir mótinu séu uppfyllt.

4.100 ára afmælisfagnaður

Málsnúmer 1011047Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá UMSS, þar sem fulltrúum sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar er boðið í 100 ára afmælisfagnað sambandsins, laugardaginn 13. nóvember 2010.

Byggðarráð þakkar boðið.

5.Áætlun um framlög 2010

Málsnúmer 1011046Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga varðandi áætlað tekjujöfnunarframlag 2010 og áætlað aukaframlag 2010. Áætlað tekjuframlag ársins til sveitarfélagsins er 31.560.930 kr. og áætlað aukaframlag 44.492.610 kr.

6.Framhald verkefnis um hagsmunagæslu í úrgangsmálum

Málsnúmer 1011072Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um framhald verkefnis um hagsmunagæslu í úrgangsmálum. Erindið verður tekið til afgreiðslu í umhverfis- og samgöngunefnd.

Fundi slitið - kl. 11:50.