Fara í efni

Útsvarsprósenta árið 2011

Málsnúmer 1011100

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 537. fundur - 25.11.2010

Lögð fram svohljóðandi tillaga um útsvarshlutfall árið 2011 í Sveitarfélaginu Skagafirði:

"Sveitarstjórn samþykkir að útsvarshlutfall árið 2011 verði óbreytt, þ.e. 13,28%, en með fyrirvara um að nauðsynlegar lagabreytingar nái fram að ganga á Alþingi um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga og hækkun útsvarshlutfalls um 1,20 prósentustig sem af því leiðir, verður álagningarhlutfallið 14,48% á árinu 2011."

Byggðarráð samþykkir tillöguna.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 272. fundur - 30.11.2010

Lögð fram tillaga byggðarráðs um útsvarsprósentu árið 2011 svohljóðandi:

"Sveitarstjórn samþykkir að útsvarshlutfall árið 2011 verði óbreytt, þ.e. 13,28%, en með fyrirvara um að nauðsynlegar lagabreytingar nái fram að ganga á Alþingi um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga og hækkun útsvarshlutfalls um 1,20 prósentustig sem af því leiðir, verður álagningarhlutfallið 14,48% á árinu 2011."

Tillaga byggðarráðs var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla 537. fundar byggðaráðs staðfest á 272. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.