Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
1.Útsvarsprósenta árið 2011
Málsnúmer 1011100Vakta málsnúmer
2.Fjárhagsáætlun 2011
Málsnúmer 1009043Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2011 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.
Byggðarráð samþykkir að leggja fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn fjárhagsáætlun í samræmi við áður úthlutaðan fjárhagsramma. Ljóst er þó að tekjuliðir fjárhagsrammans muni ekki standast og er þörf á frekari endurskoðun rekstrarútgjalda af hálfu nefnda. Byggðarráð mun óska eftir að formenn nefnda og sviðsstjórar mæti á næsta fund byggðarráðs til að ræða allar leiðir til hagræðingar í rekstri.
3.Skagafjarðarhafnir Gjaldskrárhækkun 2010
Málsnúmer 1011013Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga um breytingu á gjaldskrá Hafnarsjóðs Skagafjarðar frá og með 1. janúar 2011. Tillagan var samþykkt á 62. fundi umhverfis- og samgöngunefndar.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrárbreytinguna.
4.Áframhaldandi stuðningur við áætlanaflug
Málsnúmer 1011152Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá sveitarstjóra til ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála varðandi ósk um áframhaldandi stuðning ríkisins við áætlunarflug til og frá Alexandersflugvelli við Sauðárkrók.
5.Skil fjárhagsáætlana 2011
Málsnúmer 1011145Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til sveitarfélaga varðandi skil á fjárhagsáætlun þeirra fyrir árið 2011.
6.Fyrirspurn um staðgreiðslu
Málsnúmer 1009214Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá Hagstofu Íslands um útsvarsstofn í Sveitarfélaginu Skagafirði árið 2009 og tímabilið janúar-júlí 2010, eftir atvinnugreinum.
Fundi slitið - kl. 11:23.
Lögð fram svohljóðandi tillaga um útsvarshlutfall árið 2011 í Sveitarfélaginu Skagafirði:
"Sveitarstjórn samþykkir að útsvarshlutfall árið 2011 verði óbreytt, þ.e. 13,28%, en með fyrirvara um að nauðsynlegar lagabreytingar nái fram að ganga á Alþingi um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga og hækkun útsvarshlutfalls um 1,20 prósentustig sem af því leiðir, verður álagningarhlutfallið 14,48% á árinu 2011."
Byggðarráð samþykkir tillöguna.