Sorphirða og urðun - Gjaldskrártillaga v fjárhagsáætlun 2010
Málsnúmer 1012037
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 273. fundur - 21.12.2010
Tillaga um gjaldskrá fyrir sorpurðun og -hirðu í Skagafirði frá og með 1. janúar 2011, borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla 539. fundar byggðaráðs staðfest á 273. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Lögð fram svohljóðandi tillaga umhverfis- og samgöngunefndar um gjaldskrá fyrir sorpurðun og -hirðu í Skagafirði frá og með 1. janúar 2011.
1. gr.
Sorphirðugjald í þéttbýli þar sem sorphirða fer fram:
Árlegt gjald miðað við íbúð er sem hér segir:
Sorphirðugjald á íbúð/íbúðarhúsnæði kr. 16.000 (óbreytt)
Sorpeyðingargjald á íbúð/íbúðarhúsnæði kr. 14.000 (var 12.000 kr.)
Bújarðir eða býli með atvinnustarfsemi kr. 40.000 (var 22.000 kr.)
Þjónustubýli kr. 20.000 (var 12.000 kr.)
Sumarbústaðir kr. 12.000 (var 8.500 kr.)
Gjald þetta er innheimt samhliða fasteignagjöldum og á sömu gjalddögum.
Grunngjald á lögaðila er kr. 12.000 (óbreytt)
2. gr.
Móttökugjöld fyrir flokkaðan úrgang:
· Rekstraraðilar greiða fyrir móttöku alls úrgangs, samkvæmt vikt, að undanskildum þeim úrgangsflokkum sem bera úrvinnslu- eða skilagjald.
· Almenningur greiðir ekki fyrir úrgang sem myndast við venjulegan heimilisrekstur. En ætlast er til að hann sé flokkaður. Einungis þarf að greiða fyrir stærri farma s.s.
· Úrgang frá byggingu eða breytingu íbúðarhúsnæðis
Móttökugjöld fyrir einstaka efnisflokka:
Flokkur 1. Óflokkað í urðun
- Byggingarúrgangur, blandaður 14 kr/.kg (var 10 kr./kg)
- Blandaður úrgangur í urðun 14 kr/.kg (var 10 kr./kg)
- Timbur, málað/fúavarið 14 kr/.kg (var 10 kr./kg)
- Múrbrot 2 kr/.kg (var 3 kr./kg)
Flokkur 2. Flokkað til endurnýtingar
- Timbur, hreint (ekki málað/fúavarið) 8 kr/kg (var 6 kr./kg)
- Járn/málmar 0 kr/.kg (var 5 kr./kg)
- Garðaúrgangur 0 kr/kg. (óbreytt)
Flokkur 3. Úrgangur sem ekki þarf að greiða fyrir
- Bylgjupappi
- Umbúðir úr sléttum pappa
- Dagblöð og tímarit
- Fernur
- Filmuplast
- Heyrúlluplast
- Stórsekkir
- Hjólbarðar
- Rafgeymar
- Rafhlöður
- Málning
- Önnur spilliefni
Flokkur 4. Lífræn efni beint til jarðgerðar
- Kjöt og sláturúrgangur 20 kr/kg (var 12.000 kr/m3)
- Fiskúrgangur 20 kr/kg (var 12.000 kr/m3)
- Lífrænn heimilisúrgangur 20 kr/kg (var 12.000 kr/m3)
3. gr.
Kvörtun vegna álagningar eða innheimtu skal beina til tæknideildar sveitarfélagins.
4. gr.
Til tryggingar á greiðslu skv. gjaldskrá um sorphirðu og urðun í Sveitarfélaginu Skagafirði er lögveðréttur í viðkomandi fasteign í tvö ár eftir gjalddaga. Öll verð í gjaldskránni eru án virðisaukaskatts.
5. gr.
Samþykkt í sveitarstjórn xx desember . Gjaldskráin tekur gildi 1. janúar 2011 og fellur þá eldri gjaldskrá úr gildi.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána.