Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
1.Tillaga um að færa starfsmannafundi í leikskólum inn á dagvinnutíma
Málsnúmer 1012043Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga fræðslunefndar um að starfsmannafundir í leikskólum verði haldnir á dagvinnutíma frá og með 1. janúar 2011.
Byggðarráð samþykkir tillögu fræðslunefndar og leggur fram eftirfarandi bókun:
"Í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar verður yfirvinna allra starfsmanna sveitarfélagsins skoðuð og er þessi tillaga liður í þeirri heildarendurskoðun."
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir leggur fram svohljóðandi tillögu:
"Lagt er til að í stað þess að fjalla einungis um launaforsendur starfsmanna leikskóla verði farið almennt yfir launasamninga starfsmanna þá sérstaklega yfirmanna/stjórnenda m.a. m.t.t. yfirvinnu, dagpeninga og aksturspeninga."
Byggðarráð hafnar tillögunni þar sem þessi vinna er þegar í gangi við undirbúning fjárhagsáætlunar 2011.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað: "Það er dapurlegt að fyrsta tillaga byggðarráðs í hagræðingrskyni skuli bitna á smábörnum og barnafjölskyldum og konum í láglaunastörfum. Þessi ákvörðun mun einnig hafa áhrif á atvinnulífið í sveitarfélaginu."
2.Áframhaldandi stuðningur við áætlanaflug
Málsnúmer 1011152Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi ríkisstyrkt áætlunarflug milli Reykjavíkur og Sauðárkróks.
3.Framhald verkefnis um hagsmunagæslu í úrgangsmálum
Málsnúmer 1011072Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi framhald samstarfsverkefnis í hagsmunagæslu í úrgangsmálum. Formaður kynnti erindi frá sveitastjóra Sveitarfélagsins Skagastrandar þar sem lagt er til að erindi þessu verði vísað til Norðurár bs., sem verði falið að vera tengiliður fyrir verkefnið og greiðandi kostnaðar. Málið hefur hlotið afgreiðslu í umhverfis- og samgöngunefnd.
4.Samstarf á árinu 2011
Málsnúmer 1012011Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá samtökunum Veraldarvinum (Worldwide friends), þar sem þau bjóða fram sjálfboðaliða erlendis frá, í ýmis verkefni á árinu 2011.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið en sér sér ekki fært að verða við því.
5.Sundlaug Hofsósi - samkomulag við LPSJ
Málsnúmer 0904023Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að lokauppgjöri á milli sveitarfélagsins og gefenda sundlaugarinnar á Hofsósi, Lilju Pálmadóttur og Steinunnar Jónsdóttur. Fyrir fundinum liggur samþykki Lilju og Steinunnar. Niðurstaða uppgjörsins er sú að endanlegur kostnaður sveitarfélagsins vegna framkvæmdarinnar á árinu 2010 verður 16.838.390 kr.
Byggðarráð samþykkir niðurstöðu uppgjörsins.
6.Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatta
Málsnúmer 1012018Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn frá Húsfélaginu Víðigrund 5 (Oddfellow reglunni) um styrk til greiðslu fasteignaskatts skv. 2.mgr, 5.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
Byggðarráð samþykkir í ljósi fyrirliggjandi gagna og með vísan til reglna sveitarfélagsins að fella niður 70% af álögðum fasteignaskatti ársins 2010 af fastanúmeri 213-2365. Reglur sveitarfélagsins varðandi þessa styrki munu verða endurskoðaðar við gerð fjárhagsáætlunar 2011.
7.Sorphirða og urðun - Gjaldskrártillaga v fjárhagsáætlun 2010
Málsnúmer 1012037Vakta málsnúmer
Lögð fram svohljóðandi tillaga umhverfis- og samgöngunefndar um gjaldskrá fyrir sorpurðun og -hirðu í Skagafirði frá og með 1. janúar 2011.
1. gr.
Sorphirðugjald í þéttbýli þar sem sorphirða fer fram:
Árlegt gjald miðað við íbúð er sem hér segir:
Sorphirðugjald á íbúð/íbúðarhúsnæði kr. 16.000 (óbreytt)
Sorpeyðingargjald á íbúð/íbúðarhúsnæði kr. 14.000 (var 12.000 kr.)
Bújarðir eða býli með atvinnustarfsemi kr. 40.000 (var 22.000 kr.)
Þjónustubýli kr. 20.000 (var 12.000 kr.)
Sumarbústaðir kr. 12.000 (var 8.500 kr.)
Gjald þetta er innheimt samhliða fasteignagjöldum og á sömu gjalddögum.
Grunngjald á lögaðila er kr. 12.000 (óbreytt)
2. gr.
Móttökugjöld fyrir flokkaðan úrgang:
· Rekstraraðilar greiða fyrir móttöku alls úrgangs, samkvæmt vikt, að undanskildum þeim úrgangsflokkum sem bera úrvinnslu- eða skilagjald.
· Almenningur greiðir ekki fyrir úrgang sem myndast við venjulegan heimilisrekstur. En ætlast er til að hann sé flokkaður. Einungis þarf að greiða fyrir stærri farma s.s.
· Úrgang frá byggingu eða breytingu íbúðarhúsnæðis
Móttökugjöld fyrir einstaka efnisflokka:
Flokkur 1. Óflokkað í urðun
- Byggingarúrgangur, blandaður 14 kr/.kg (var 10 kr./kg)
- Blandaður úrgangur í urðun 14 kr/.kg (var 10 kr./kg)
- Timbur, málað/fúavarið 14 kr/.kg (var 10 kr./kg)
- Múrbrot 2 kr/.kg (var 3 kr./kg)
Flokkur 2. Flokkað til endurnýtingar
- Timbur, hreint (ekki málað/fúavarið) 8 kr/kg (var 6 kr./kg)
- Járn/málmar 0 kr/.kg (var 5 kr./kg)
- Garðaúrgangur 0 kr/kg. (óbreytt)
Flokkur 3. Úrgangur sem ekki þarf að greiða fyrir
- Bylgjupappi
- Umbúðir úr sléttum pappa
- Dagblöð og tímarit
- Fernur
- Filmuplast
- Heyrúlluplast
- Stórsekkir
- Hjólbarðar
- Rafgeymar
- Rafhlöður
- Málning
- Önnur spilliefni
Flokkur 4. Lífræn efni beint til jarðgerðar
- Kjöt og sláturúrgangur 20 kr/kg (var 12.000 kr/m3)
- Fiskúrgangur 20 kr/kg (var 12.000 kr/m3)
- Lífrænn heimilisúrgangur 20 kr/kg (var 12.000 kr/m3)
3. gr.
Kvörtun vegna álagningar eða innheimtu skal beina til tæknideildar sveitarfélagins.
4. gr.
Til tryggingar á greiðslu skv. gjaldskrá um sorphirðu og urðun í Sveitarfélaginu Skagafirði er lögveðréttur í viðkomandi fasteign í tvö ár eftir gjalddaga. Öll verð í gjaldskránni eru án virðisaukaskatts.
5. gr.
Samþykkt í sveitarstjórn xx desember . Gjaldskráin tekur gildi 1. janúar 2011 og fellur þá eldri gjaldskrá úr gildi.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána.
8.Skagafjarðarhafnir Gjaldskrárhækkun 2010
Málsnúmer 1011013Vakta málsnúmer
Gjaldskrá Hafnarsjóðs Skagafjarðar var vísað til byggðarráðs frá 272. fundi sveitarstjórnar.
Byggðarráð staðfestir afgreiðslu sína á erindinu á 537. fundi ráðsins.
9.Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2011
Málsnúmer 1012083Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga félags- og tómstundanefndar um hækkun á gjaldskrá sundlauga sveitarfélagsins frá og með 1. janúar 2011.
Gjaldskrá frá 1. janúar 2011:
Börn að 18 ára aldri búsett í sveitarfélaginu - frítt (var frítt)
Eldri borgarar búsettir í sveitarfélaginu - frítt (var frítt)
Öryrkjar búsettir í sveitarfélaginu - frítt (var frítt)
Önnur börn yngri en 16 ára - aðgangseyrir 200 kr. (var 180 kr.)
Aðrir öryrkjar - aðgangseyrir 200 kr. (var 180 kr.)
Fullorðnir - aðgangseyrir 400 kr. (var 380 kr.)
10 miða kort barna 1.000 kr. (var 890 kr.)
10 miða kort fullorðinna 3.200 kr. (var 2.970 kr.)
30 miða kort fullorðinna 6.500 kr. (var 5.940 kr.)
Árskort 25.000 kr. (var 27.000 kr.)
Gufubað - innifalið í aðgangi að sundlaug
Infra-rauð sána - innifalið í aðgangi að sundlaug
Leiga á sundfatnaði 350 kr. (var 330 kr.)
Leiga á handklæði 350 kr. (var 330 kr.)
Byggðarráð samþykkir tillöguna með áorðnum breytingum.
10.Sögusetur ísl. hestsins - ósk um fund með byggðarráði
Málsnúmer 1012003Vakta málsnúmer
Arna Björg Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Söguseturs íslenska hestsins kom á fund byggðarráðs til viðræðu málefni setursins.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda erindi til sjávar- og landbúnaðarráðuneytis og mennta- og menningarráðuneytis með ósk um viðræður um framtíðarstarfssemi setursins.
11.Hækkun gjaldskrár í Tónlistarskóla Skagafjarðar
Málsnúmer 1012040Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga fræðslunefndar um að gjaldskrá Tónlistarskóla Skagafjarðar hækki um 10% frá og með 1. janúar 2011.
Byggðarráð samþykkir að fresta málinu og óskar eftir frekari gögnum frá fræðslustjóra.
12.Hækkun gjaldskrár í skólabíl á Sauðárkróki
Málsnúmer 1012042Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga fræðslunefndar um að gjald fyrir hverja ferð með skólarútu á Sauðárkróki hækki úr 25 kr. í 50 kr. frá og með 1. janúar 2011.
Byggðarráð samþykkir vísa tillögunni til baka til fræðslunefndar og beinir því til nefndarinnar hvort ekki sé hægt að fækka þeim mánuðum sem skólaakstur er veittur.
13.Hækkun gjaldskrár fæðis í leikskólum Skagafjarðar
Málsnúmer 1012038Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga fræðslunefndar um að gjaldskrá fæðis í leikskólum sveitarfélagsins hækki að jafnaði um 10% frá og með 1. janúar 2011.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
14.Hækkun gjaldskrár fæðis í heilsdagsskólum (skóladagheimilum)við grunnskóla Skagafjarðar
Málsnúmer 1012041Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga fræðslunefndar um að gjaldskrá fæðis í heilsdagsskólum sveitarfélagsins hækki að jafnaði um 10% frá og með 1. janúar 2011.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
15.Hækkun gjaldskrár fæðis í grunnskólum Skagafjarðar
Málsnúmer 1012039Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga fræðslunefndar um að núverandi gjaldskrá fæðis í grunnskólum sveitarfélagsins hækki að jafnaði um 10% frá og með 1. janúar 2011. Stefnt er að samræmdri gjaldskrá grunnskólanna.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
16.Endurfjármögnun lána
Málsnúmer 1011068Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 150.000.000 kr.
til 14 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til endurfjármögnunar, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Ástu Björgu Pálmadóttur, kt. 040764-2839, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
17.Einimelur 2 A - F 19406R- umsókn um rekstrarleyfi
Málsnúmer 1012001Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar um umsókn Hestasports-Ævintýraferða ehf um rekstrarleyfi fyrir sumarhús að Einimel 2a-2f, 560 Varmahlíð, gisting - flokkur III, sumarhús.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
Fundi slitið - kl. 12:23.
Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs sat fundinn undir dagskrárlið 12.