Hækkun gjaldskrár fæðis í grunnskólum Skagafjarðar
Málsnúmer 1012039
Vakta málsnúmerFræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 64. fundur - 14.12.2010
Með vísan í samþykkt byggðarráðs, frá 9. þ.m. um hækkun fæðisgjalda í grunnskólum um 10% að jafnaði er ný gjaldskrá lögð fram. Gjaldskráin tekur gildi þann 1. janúar n.k.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 273. fundur - 21.12.2010
Tillag um að núverandi gjaldskrá fæðis í grunnskólum sveitarfélagsins hækki að jafnaði um 10% frá og með 1. janúar 2011 borin undir atkvæði.
Samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla 539. fundar byggðaráðs staðfest á 273. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 273. fundur - 21.12.2010
Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu þessar liðar, til afgreiðslu 3. liðar á dagskrá fundarins, Fjárhagsáætlun 2011. Var það samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla 64. fundar fræðslunefndar staðfest á 273. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Lögð fram tillaga fræðslunefndar um að núverandi gjaldskrá fæðis í grunnskólum sveitarfélagsins hækki að jafnaði um 10% frá og með 1. janúar 2011. Stefnt er að samræmdri gjaldskrá grunnskólanna.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.