Fara í efni

Hækkun gjaldskrár í skólabíl á Sauðárkróki

Málsnúmer 1012042

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 539. fundur - 09.12.2010

Lögð fram tillaga fræðslunefndar um að gjald fyrir hverja ferð með skólarútu á Sauðárkróki hækki úr 25 kr. í 50 kr. frá og með 1. janúar 2011.

Byggðarráð samþykkir vísa tillögunni til baka til fræðslunefndar og beinir því til nefndarinnar hvort ekki sé hægt að fækka þeim mánuðum sem skólaakstur er veittur.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 64. fundur - 14.12.2010

Fræðslunefnd ítrekar samþykkt sína frá 17. nóvember s.l. um hækkun gjaldskrár í skólabíl á Sauðárkróki úr 25 krónum í 50 krónur. Fræðslunefnd bendir jafnframt á ákvæði í 1. grein samnings um skólaakstur í Skagafirði sem gerður var í desember 2008 við skólabílstjóra og er svohljóðandi:

,,Aðilar eru sammála um að framlengja samninginn til 5 ára, frá 1. september 2008 31. maí 2013. Samningurinn er óuppsegjanlegur fyrstu 2 ár samningstímabilsins en að loknum þeim tíma er hann uppsegjanlegur af beggja hálfu og skal þá uppsögnin fara fram í desember með gildistöku við lok líðandi skólaárs árið á eftir eða 31. maí hvert ár.

Fræðslunefnd telur mikilvægt að fyrirkomulag skólaaksturs í Skagafirði sé rætt heildstætt á vettvangi byggðarráðs með tilliti til þess hvort segja eigi einstökum eða öllum samningum við skólabílstjóra upp sbr. ákvæðið hér að ofan. Íhuga þarf vandlega hvort uppsögn samninga og gerð nýrra leiði til hagstæðari niðurstaðna. Jafnframt beinir fræðslunefnd málinu til umfjöllunar í skólaráði Árskóla í samræmi við 8. grein laga um grunnskóla.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 273. fundur - 21.12.2010

Afgreiðsla 539. fundar byggðaráðs staðfest á 273. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 273. fundur - 21.12.2010

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu þessar liðar, til afgreiðslu 3. liðar á dagskrá fundarins, Fjárhagsáætlun 2011. Var það samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla 64. fundar fræðslunefndar staðfest á 273. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.