Tillaga um að færa starfsmannafundi í leikskólum inn á dagvinnutíma
Málsnúmer 1012043
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 273. fundur - 21.12.2010
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir ítreka bókun sína frá fundi byggðarráðs 9. desember.
"Það er dapurlegt að fyrsta tillaga byggðarráðs í hagræðingarskyni skuli bitna á smábörnum og barnafjölskyldum og konum í láglaunastörfum. Þessi ákvörðun mun einnig hafa áhrif á atvinnulífið í sveitarfélaginu."
Afgreiðsla 539. fundar byggðaráðs staðfest á 273. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.
Lögð fram tillaga fræðslunefndar um að starfsmannafundir í leikskólum verði haldnir á dagvinnutíma frá og með 1. janúar 2011.
Byggðarráð samþykkir tillögu fræðslunefndar og leggur fram eftirfarandi bókun:
"Í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar verður yfirvinna allra starfsmanna sveitarfélagsins skoðuð og er þessi tillaga liður í þeirri heildarendurskoðun."
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir leggur fram svohljóðandi tillögu:
"Lagt er til að í stað þess að fjalla einungis um launaforsendur starfsmanna leikskóla verði farið almennt yfir launasamninga starfsmanna þá sérstaklega yfirmanna/stjórnenda m.a. m.t.t. yfirvinnu, dagpeninga og aksturspeninga."
Byggðarráð hafnar tillögunni þar sem þessi vinna er þegar í gangi við undirbúning fjárhagsáætlunar 2011.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað: "Það er dapurlegt að fyrsta tillaga byggðarráðs í hagræðingrskyni skuli bitna á smábörnum og barnafjölskyldum og konum í láglaunastörfum. Þessi ákvörðun mun einnig hafa áhrif á atvinnulífið í sveitarfélaginu."