Fara í efni

Breytingar á gildandi rekstrarsamningum Frístundasviðs

Málsnúmer 1012080

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 167. fundur - 14.12.2010

Félags-og tómstundanefnd samþykkir að af fjárhagsramma 06-málaflokksins nemi rekstrarstyrkur til Skíðasvæðis 6,0 milljónum , rekstrarstyrkur til Flugu hf.nemi 4,5 milljónum, að rekstrarsamningur við Golfklúbb Sauðárkróks nemi 2,5 milljónum og styrkur vegna sláttar á íþróttavellinum á Hofsósi nemi 300 þúsundum. Bent er á að rekstrarstyrkur til Flugu hf. er bundinn í samningi og til þess að breyta honum þarf að taka samninginn til endurskoðunar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 273. fundur - 21.12.2010

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu þessar liðar, til afgreiðslu 3. liðar á dagskrá fundarins, Fjárhagsáætlun 2011. Var það samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla 167. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 273. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.