Endurskoðun húsaleigu félagslegra íbúða
Málsnúmer 1012112
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 285. fundur - 21.12.2011
Sigurjón Þórðarson lagði fram tillögu um að afgreiðslu þessa liðar verði frestað, þar sem ljóst er að hún mun hækka húsaleigu um marga tugi og jafnvel á annað hundrað prósentu. Sanngjarnt er að kynna hækkunina fyrir leigjendum sveitarfélagsins áður en þær skella á. Sömuleiðis felur tillagan í sér að stórfelld hækkun á húsaleigu, verði háð óréttlátri verðtryggingu.
Tillagan borin undir atkvæði og felld með tveimur atkvæðum gegn sjö.
Ásta Björg Pálmadóttir tók til máls og lagði fram breytingartillögu þess efnis, að samþykktin taki gildi 1. mars 2012 og hljóti góða kynningu fyrir þann tíma. Samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla 577. fundar byggðaráðs staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Lögð fram gögn varðandi útleigu félagslegs húsnæðis í eigu sveitarfélagsins með tilliti til breytingar á leiguverði.
Byggðarráð samþykkir að breyta leigu á íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins í 950 kr/m2. Þeir sem leigja húsnæði á félagslegum forsendum greiði 20% lægri upphæð 760 kr/m2 og að hámarki 90.000 kr. á mánuði. Leiguverð tekur verðlagsbreytingum árlega samkvæmt vísitölu neysluverðs til verðtryggingar.