Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

577. fundur 19. desember 2011 kl. 09:00 - 13:12 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Þorsteinn Tómas Broddason áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Bjarki Tryggvason sat allan fundinn og Sigríður Svavarsdóttir sat fundinn undir dagskrárliðum 1 - 17.

1.Breytingar á gjaldskrá Héraðsbókasafnsins

Málsnúmer 1112272Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga fyrir árið 2012, sem var vísað til afgreiðslu byggðarráðs frá 58. fundi menningar- og kynningarnefndar.

Byggðarráð samþykkir fyrirlagða gjaldskrá.

2.Hafragil 145884 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.

Málsnúmer 1111170Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki varðandi aðilaskipti að Hafragili, landnúmer 145884. Seljandi er Arion banki hf. og kaupandi Sævar Hjaltason.

3.Unastaðir 146498 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.

Málsnúmer 1111172Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki varðandi aðilaskipti að Unastöðum í Kolbeinsdal, landnúmer 146498. Seljandi er Kristín Sigurmonsdóttir og kaupandi Gísli B. Gíslason.

4.Saurbær 146483 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.

Málsnúmer 1111171Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki varðandi aðilaskipti að Saurbæ í Kolbeinsdal, landnúmer 146483. Seljandi er Kristín Sigurmonsdóttir og kaupandi Gísli B. Gíslason.

5.Fjárhagsáætlun 2012

Málsnúmer 1109011Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2012 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.

Byggðarráð samþykkir að senda fjárhagsáætlun 2012 með áorðnum breytingum til síðari umræðu í sveitarstjórn.

6.Framlag Akrahrepps til rekstrar Héraðsbókasafns Skagfirðinga

Málsnúmer 1112320Vakta málsnúmer

Erindinu er vísað frá 58. fundi menningar- og kynningarnefndar.

Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu samstarfsnefndar með Akrahreppi.

7.Styrkumsókn frá Menningarsetri Skagfirðinga í Varmahlíð til rekstrar Miðgarðs

Málsnúmer 1112319Vakta málsnúmer

Erindinu er vísað frá 58. fundi menningar- og kynningarnefndar.

Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs að senda styrkumsókn til Menningarseturs Skagfirðinga vegna reksturs Menningarhússins Miðgarðs.

8.Gjaldskrá Skagafjarðarhafnir

Málsnúmer 1112126Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá Skagafjarðarhafna fyrir árið 2012, sem var vísað til afgreiðslu byggðarráðs frá 71. fundi umhverfis- og samgöngunefndar.

Byggðarráð samþykkir fyrirlagða gjaldskrá.

9.Gjaldskrá 2012 - Brunavarnir

Málsnúmer 1112281Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá fyrir þjónustu Brunavarna Skagafjarðar árið 2012, sem var vísað til afgreiðslu byggðarráðs frá 71. fundi umhverfis- og samgöngunefndar.

Byggðarráð samþykkir fyrirlagða gjaldskrá.

10.Gjaldskrá sorphirða og sorpurðun

Málsnúmer 1112125Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá fyrir árið 2012 vegna sorpurðunar og sorphirðu, sem var vísað til afgreiðslu byggðarráðs frá 71. fundi umhverfis- og samgöngunefndar.

Byggðarráð samþykkir fyrirlagða gjaldskrá með þeirri breytingu að inn komi nýr liður, sorpeyðingargjald - hesthús á skipulögðum svæðum í þéttbýli - hver séreign, 3.000 kr. pr. ár.

11.Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2012

Málsnúmer 1112274Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá fyrir sundlaugar og íþróttasali sveitarfélagsins 2012, sem var vísað til afgreiðslu byggðarráðs frá 181. fundi félags- og tómstundanefndar.

Byggðarráð samþykkir fyrirlagða gjaldskrá með þeirri undantekningu að gjaldskrárliðurinn árskort til starfsmanna sveitarfélagsins fellur út.

12.Gjaldskrá Húss frítímans 2012

Málsnúmer 1112275Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá vegna útleigu á Húsi frítímans árið 2012, sem var vísað til afgreiðslu byggðarráðs frá 181. fundi félags- og tómstundanefndar.

Byggðarráð samþykkir fyrirlagða gjaldskrá.

13.Breytingar á gjaldskrá Byggðasafns

Málsnúmer 1112273Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga fyrir árið 2012, sem var vísað til afgreiðslu byggðarráðs frá 58. fundi menningar- og kynningarnefndar.

Byggðarráð samþykkir fyrirlagða gjaldskrá.

14.Siðareglur

Málsnúmer 1112324Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að siðareglum kjörinna fulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Hrefna Gerður Björnsdóttir sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

15.Gjaldskrá Tónlistarskóla - hækkun um 3%

Málsnúmer 1112310Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá tónlistarskóla fyrir árið 2012, sem var vísað til afgreiðslu byggðarráðs frá 75. fundi fræðslunefndar.

Byggðarráð samþykkir fyrirlagða gjaldskrá.

16.Hækkun gjaldskrár dvalar í leikskólum og heilsdagsskólum Skagafjarðar um 9%

Málsnúmer 1112313Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá fyrir dvöl í leik- og heildagsskóla, fyrir árið 2012, sem var vísað til afgreiðslu byggðarráðs frá 75. fundi fræðslunefndar.

Byggðarráð samþykkir fyrirlagða gjaldskrá.

17.Hækkun gjaldskrár fæðis í leikskóla, grunnskóla og heilsdagsskóla um 13%

Málsnúmer 1112314Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá fyrir fæði í leik-, grunn- og heildagsskóla, fyrir árið 2012, sem var vísað til afgreiðslu byggðarráðs frá 75. fundi fræðslunefndar.

Byggðarráð samþykkir fyrirlagða gjaldskrá.

18.Viðmiðunarupphæð fjárhagsaðstoðar

Málsnúmer 1112276Vakta málsnúmer

Lagðar fram viðmiðunarupphæðir fyrir fjárhagsaðstoð á árinu 2012, sem var vísað til afgreiðslu byggðarráðs frá 181. fundi félags- og tómstundanefndar.

Byggðarráð samþykkir fyrirlagða gjaldskrá.

19.Gjaldskrá vegna niðurgreiðslu á daggæslu barna í heimahúsum 2012

Málsnúmer 1112278Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá vegna niðurgreiðslu á daggæslu barna í heimahúsum 2012, sem var vísað til afgreiðslu byggðarráðs frá 181. fundi félags- og tómstundanefndar.

Byggðarráð samþykkir fyrirlagða gjaldskrá.

20.Gjaldskrá heimaþjónustu 2012

Málsnúmer 1112277Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá fyrir heimaþjónustu 2012, sem var vísað til afgreiðslu byggðarráðs frá 181. fundi félags- og tómstundanefndar.

Byggðarráð samþykkir fyrirlagða gjaldskrá.

21.Gjaldskrá Dagvistar aldraðra 2012

Málsnúmer 1112279Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá fyrir dagvist aldraðra 2012, sem var vísað til afgreiðslu byggðarráðs frá 181. fundi félags- og tómstundanefndar.

Byggðarráð samþykkir fyrirlagða gjaldskrá.

22.Umsókn um styrk til greiðslu gatnagerðargjalda

Málsnúmer 1112266Vakta málsnúmer

Lögð fram styrkbeiðni frá Björgunarsveitinni Gretti á Hofsósi til greiðslu gatnagerðargjalda vegna stækkunar húsnæðis sveitarinnar við Skólagötu á Hofsósi.

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afgreiða málið með sambærilegum hætti og gert var fyrir Skagfirðingasveit.

23.Upplýsingabeiðni um eftirfylgni

Málsnúmer 1112317Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Umhverfisstofnun, þar sem óskað er eftir upplýsingum um eftirfylgni af hálfu sveitarfélagsins um lagfæringar á landspjöllum eftir Enduro aksturskeppni við skíðasvæðið í Tindastóli.

Byggðarráð ítrekar fyrri afgreiðslu vegna leyfisveitingarinnar og samþykkir að fela umhverfis- og samgöngunefnd úrvinnslu erindisins.

24.Áætlun um úthlutun aukaframlags úr Jöfnunarsjóði 2011

Málsnúmer 1112263Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um áætlaða úthlutun aukaframlags úr sjóðnum á árinu 2011. Jafnframt er óskað eftir því að sveitarfélagið skili greinargerð fyrir 23. desember 2011, um ráðstöfun fjárins sem er að upphæð 10.711.122 kr.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu.

25.Endurskoðun húsaleigu félagslegra íbúða

Málsnúmer 1012112Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn varðandi útleigu félagslegs húsnæðis í eigu sveitarfélagsins með tilliti til breytingar á leiguverði.

Byggðarráð samþykkir að breyta leigu á íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins í 950 kr/m2. Þeir sem leigja húsnæði á félagslegum forsendum greiði 20% lægri upphæð 760 kr/m2 og að hámarki 90.000 kr. á mánuði. Leiguverð tekur verðlagsbreytingum árlega samkvæmt vísitölu neysluverðs til verðtryggingar.

26.Nefndalaun - breyting á 11. gr þóknun fyrir nefndastörf.

Málsnúmer 1112323Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um breytingu á 11.gr. samþykkta um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Lagt er til að í niðurlagi 11. gr. falli eftirfarandi texti niður: "Undantekning eru starfsmenn grunn-, leik- og tónlistarskóla sem sitja fundi fræðslunefndar, sem áheyrnarfulltrúar. Þeir fá greidda þóknun fyrir fundarsetu, sem er 1% af þingfararkaupi."

Byggðarráð samþykkir tillöguna.

Fundi slitið - kl. 13:12.