Merkjagirðing milli Reykjarhóls og Grófargils
Málsnúmer 1101176
Vakta málsnúmerStjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 1. fundur - 21.01.2011
Formaður lagði fram sundurliðaðan reikning vegna kostnaðar við merkjagirðingu á milli Reykjarhóls og Grófargils stílaðan af Sigurði Haraldssyni Grófargili. Heildarkostnaður samkv. reikningi er kr. 796.181,- en af því greiðir Menningarsetrið helming 398.090,- og hefur það verið gert, 17.12.2010
Tekið fyrir bréf frá Sigurði á Grófargili þar sem hann fer fram á þátttöku Menningarsetursins við kostnað við merkjagirðingu á milli Grófargils og Reykjarhóls. Meðfylgjandi eru drög að kostnaðaráætlun af net og gaddavírsgirðingu. Nefndin tekur jákvætt í erindið að því tilskyldu að girðingin hamli ekki lögbundnum umferðarrétti, gangandi og ríðandi fólks.