Byggingarnefnd Árskóla
Málsnúmer 1102124
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 548. fundur - 03.03.2011
Á 547. fundi byggðarráðs var svohljóðandi tillaga samþykkt:
"Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að setja á fót byggingarnefnd Árskóla. Byggingarnefndin skal hafa yfirumsjón með viðhaldi og nýframkvæmdum í skólanum á starfstíma hennar. Í nefndinni skulu sitja þrír sveitarstjórnarfulltrúar, tveir frá meirihluta og einn frá minnihluta. Auk þeirra skulu sitja fundi nefndarinnar, sveitarstjóri, fræðslustjóri, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og fulltrúi Árskóla. Fullskipa skal í nefndina á byggðarráðsfundi 3. mars 2011. Nefndin heyrir undir byggðarráð og skal reglulega uppfæra byggðarráðið um stöðu verkefnisins."
Lögð fram tillaga um að eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar skipi byggingarnefnd Árskóla:
Bjarni Jónsson, Stefán Vagn Stefánsson og Jón Magnússon.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Þorsteinn Tómas Broddason áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram eftirfarandi tillögu:
Lagt er til í stað þess að skipa sérstaka bygginganefnd Árskóla að byggðaráð fari með yfirumsjón með viðhaldi og nýframkvæmdum í Árskóla. Fræðslustjóri, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og fulltrúi Árskóla sitji fundi byggðaráðs þegar fjallað er um framkvæmdir við Árskóla.
Greinargerð:
Ekki er þörf á því að byggðaráð skipi sérstaka nefnd til að fara með yfirumsjón með viðhaldi og nýframkvæmdum í Árskóla, þar sem það er hlutverk byggðaráðs ásamt sveitarstjóra, að fara með framkvæmda- og fjármálastjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Ekki er því þörf á að byggðaráð skipi sérstaka bygginganefnd með tilheyrandi aukakostnaði. Tryggt er með þessari tillögu að allir flokkar komi að umræðu og upplýsingum um viðhald og nýframkvæmdum Árskóla, en það er mikilvægt þar sem um er að ræða stóra, kostnaðarsama og umdeilda framkvæmd. Þorsteinn Tómas Broddason, Samfylkingunni.
Tillagan borin upp og felld með þremur atkvæðum.
Sigurjón Þórðarson óskar bókað að hann er samþykkur tillögu Þorsteins.
Þorsteinn Tómas Broddason óskar bókað: "Samfylkingin styður ekki tillögu um sérstaka bygginganefnd Árskóla. Í ljósi þess að fulltrúar nefndarinnar eru þeir sömu og skipa byggðaráð er augljóst að auðveldlega hefði verið hægt að vinna verkefnið innan byggðaráðs og spara þannig kostnað á sama tíma og tryggð hefði verið aðkoma allra flokka að málinu. Meirihluti Vinstri Grænna og Framsóknarflokks sýnir með þessu að hann hefur ekki vilja til að tryggja aðkomu allra flokka að stærri málum sveitarfélagsins."
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 276. fundur - 22.03.2011
Sigurjón Þórðarson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ótímabært er að skipa nefnd sem ætlað er að undirbúa stórframkvæmdir sem munu auka skuldsetningu Sveitarfélagins Skagafjarðar um einn og hálfan milljarð króna, sem ekki er gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Það blasir við að forsenda þess að farið verði í frekari fjárfestingar er að náð verði tökum á hallarekstri sveitarfélagsins með hagræðingu."
Afgreiðsla 547. fundar byggðaráðs staðfest á 276. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Lögð fram svohljóðandi tillaga frá Stefáni Vagni Stefánssyni og Bjarna Jónssyni:
"Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að setja á fót byggingarnefnd Árskóla. Byggingarnefndin skal hafa yfirumsjón með viðhaldi og nýframkvæmdum í skólanum á starfstíma hennar. Í nefndinni skulu sitja þrír sveitarstjórnarfulltrúar, tveir frá meirihluta og einn frá minnihluta. Auk þeirra skulu sitja fundi nefndarinnar, sveitarstjóri, fræðslustjóri, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og fulltrúi Árskóla. Fullskipa skal í nefndina á byggðarráðsfundi 3. mars 2011. Nefndin heyrir undir byggðarráð og skal reglulega uppfæra byggðarráðið um stöðu verkefnisins."
Sigurjón Þórðarson leggur fram svohljóðandi bókun: "Ótímabært er að skipa nefnd sem ætlað er að undirbúa stórframkvæmdir sem munu auka skuldsetningu Sveitarfélagsins Skagafjarðar um einn og hálfan milljarð króna. Það blasir við að forsenda þess að farið verði í frekari fjárfestingar er að náð verði tökum á miklum hallarekstri sveitarfélagsins."
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun: "Tillagan kemur á óvart í ljósi þess að í þriggja ára áætlun meirihlutans sem lögð var fram á sveitarstjórnarfundi sl. þriðjudag er ekki gert ráð fyrir nýframkvæmdum við Árskóla."
Byggðarráð samþykkir tillöguna með þremur atkvæðum.